Fara í efni

Brautabrú (Staðfestingarnúmer 123)

Brautabrú er ætluð nemendum sem eru óráðnir í námsvali eða hafa ekki náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum grunnskóla. Brautin hefur það markmið að vekja áhuga nemandans á námi í framhaldsskóla og styrkja námshæfni hans m.a. með það fyrir augum að nemandinn komist inn á aðrar námsbrautir framhaldsskólans.

Forkröfur

Að hafa lokið grunnskóla.

Skipulag

Á brautabrú fer nám og kennsla fram bæði í skólanum og úti í atvinnulífinu. Ásamt kjarnagreinum taka nemendur menningarlæsi og náttúrulæsi, auk vinnustaðanáms og verk- eða listgreinaáfanga að eigin vali. Kennsluaðferðir og námsmat eru fjölbreytt og byggja m.a. á leiðsagnar- og símati. Stefnt er að því að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á vinnusemi nemenda og að gera þá sjálfstæða í vinnubrögðum. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa. Að uppfylltum inntökuskilyrðum inn á aðrar brautir skólans, getur nemandinn fært sig á milli brauta.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnar- og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Tekið er mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi einstakra verkefna og/eða prófa koma fram í námsáætlunum áfanga og þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá skólans. Ferilbók og gátlistar eru notaðir í vinnustaðaþjálfuninni.

Reglur um námsframvindu

Námi á brautabrú getur lokið með framhaldsskólaprófi. Brautin er 90 einingar og útskrifast nemendur þá með hæfni á 1. þrepi. Heildarnámstími brautabrúar er 2 ár og ætli nemandi að ljúka námi á þeim tíma þarf hann að ljúka 45 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 90 – 100% og á 2. þrepi 0 – 10%.

Hæfnisviðmið

  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • sýna frumkvæði og takast á við ólík verkefni innan skólans sem utan
  • vera virkur þátttakandi í skólastarfinu og lýðræðissamfélagi
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
  • beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf
  • taka ábyrgð á eigin námi
  • eiga jákvæð samskipti við aðra byggð á umburðarlyndi og virðingu fyrir skoðunum og lífssýn þeirra
  • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Atvinnufræði ATFR 1VK05(AV) 1VV06(AV) 11 0 0
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Lífsleikni LÍFS 1ÁS02(AV) 1FN04 1HS05 1SN02 13 0 0
Menningarlæsi, lýðræði MELÆ 1ML05 5 0 0
Náttúrulæsi NÁLÆ 1UN05 5 0 0
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1ÁS05 1SÖ06 11 0 0
Einingafjöldi 53 53 0 0

Frjálst val

Nemendur á brautinni hafa 10 einingar í frjálsu vali.

Getum við bætt efni síðunnar?