Fara í efni  

VMA ţátttakandi í evrópsku verđlaunaverkefni

VMA ţátttakandi í evrópsku verđlaunaverkefni
Fyrsti fundur í verkefninu var í VMA áriđ 2013.

Á dögunum var tilkynnt ađ evrópska samstarfsverkefnđ SOS Mobilities, sem VMA tók ţátt í, hefđi hlotiđ viđurkenningu frá Miđstöđ um ţróun á starfsnámi í Evrópu. Verkefniđ hófst undir lok árs 2013 og ţví lauk á síđasta ári. Af hálfu VMA tóku ţátt í verkefninu Harpa Jörundardóttir, Ómar Kristinsson og Haraldur Vilhjálmsson.

Harpa Jörundardóttir, sviđsstjóri starfsbrautar og brautabrúar VMA, segir ađ markmiđiđ međ SOS-mobilities verkefninu hafi fyrst og fremst veriđ ađ koma upp skipulagi sem mćtti nota til ađ hvetja nemendur, sem eigi viđ einhvers konar námsörđugleika, eđa jafnvel námsleiđa, ađ etja, sem og kennara, til ađ auka hlut ţessara nemenda í nemendaskiptum í starfsnámi á evrópska vísu. Harpa segir ađ ţessi nemendahópur hafi í gegnum tíđina haft fćrri tćkifćri til ađ taka ţátt í slíkum verkefnum og síđur sóst eftir ţeim, kannski ekki síst vegna feimni eđa kvíđa eđa jafnvel ekki vitađ af ţeim tćkifćrum sem í bođi eru. Dćmin hafi sýnt ađ slík nemendaskipti hafi vakiđ áhuga nemenda (eđa endurvakiđ) og aukiđ ábyrgđartilfinningu ţeirra gagnvart eigin námi.

Sem fyrr segir hefur ţetta verkefni fengiđ viđurkenningu frá CEDEFOP (Miđstöđ um ţróun verknáms í Evrópu) og veriđ valiđ sem hluti af einhvers konar verkfćrakassa á vegum miđstöđvarinnar sem miđar ađ ţví ađ sporna gegn brottfalli úr námi.

Harpa segir ađ niđurstöđur verkefnisins og afurđir ţess séu gátlistar og flćđirit sem nái utan um allt ferliđ, hvort sem veriđ sé ađ senda nemanda eđa taka á móti nemanda í nemendaskiptum, allt frá auglýsingu um nemendaskipti til ţakkarbréfs nemanda til gestgjafa sinna.“Enn höfum viđ hér í VMA ekki sent frá okkur nemendur sjálf en höfum tekiđ á móti nemendum frá Ţýskalandi og Frakklandi sem hafa veriđ í vettvangsnámi hjá leikskólum Akureyrarbćjar og í Slippnum,“ segir Harpa Jörundardóttir.

Nánari upplýsingar um verkefniđ og afurđir ţess má sjá hér


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00