Fara í efni  

VMA ţátttakandi í áhugaverđu Nordplus-verkefni

VMA ţátttakandi í áhugaverđu Nordplus-verkefni
Ţátttakendur í verkefninu í VMA í gćr.

VMA er fyrir Íslands hönd ţátttakandi í áhugaverđu verkefni fjögurra Norđurlanda, auk Íslands eru ţađ Svíţjóđ, Danmörk og Finnland. Einnig eru fulltrúar frá Eistlandi og Litháen í verkefninu, ţar sem frá ýmsum hliđum er fjallađ um margbreytileika samfélagsins í ţessum löndum. Á ensku hefur verkefniđ, sem er styrkt af Nordplus, yfirskriftina „Promote tolerance-celebrate diversity“. Ţátttakendur – bćđi nemendur og kennarar – munu hittast í öllum löndunum sex í vetur og stendur fyrsti samráđsfundurinn eđa ráđstefnan nú yfir í VMA. Hópurinn kom saman í VMA í gćr, í dag fara hinir erlendu gestir í skođunarferđ austur ađ Gođafossi og í Mývatnssveit og á morgun hittast ţátttakendurnir aftur í VMA og ljúka ţessum fyrsta hluta verkefnisins.

Af hálfu VMA taka ţátt í verkefninu nemendur og kennarar á viđskipta- og hagfrćđibraut. Í hverri ráđstefnu taka ţátt ţrír nemendur frá hverju landi, auk kennara. Ađ sögn Katrínar Harđardóttur kennara liggur fyrir ađ í vetur fara nemendur af viđskipta- og hagfrćđibraut í fimm ferđir út fyrir landssteinana, til ţess ađ heimsćkja áđurnefnd fimm lönd. Nemendum á brautinni verđur skipt niđur á ţessar ferđir ţannig ađ í ţađ heila koma átján nemendur til međ ađ taka ţátt í verkefninu fyrir hönd VMA.

Í hverju landi er ákveđinn rauđur ţráđur í ţví sem fjallađ er um. Ađ ţessu sinni er fjallađ um kynhneigđ fólks frá ýmsum hliđum. Yfirskriftin á ensku er „Gender og sexuality in society“. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfrćđingur, flutti í gćr m.a. áhugavert erindi um ţetta málefni og ţađ gerđi líka transmađurinn Henrý Steinn, nemandi í VMA.

Hér eru upplýsingar á Facebook um ţetta áhugaverđa samstarf landanna sex og hér er sömuleiđis vefsíđa um verkefniđ.


 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00