Fara í efni

Viðbragðsáætlun vegna gosmengunar

Eldgosið í Holuhrauni. Mynd: MBL.
Eldgosið í Holuhrauni. Mynd: MBL.

Öryggisnefnd VMA hefur tekið saman reglur sem héðan í frá gilda um viðbrögð vegna gosmengunar. Þessi samantekt er vitaskuld vegna mengunarinnar sem leggur frá eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls sem nú hefur staðið í vel á þriðja mánuð og með öllu er óvíst hvenær því lýkur.

Þessi samantekt er nú aðgengileg hér á heimasíðu VMA og er vert að benda nemendum og starfsfólki skólans sérstaklega á að kynna sér hana.