Fara í efni  

Víđa komiđ viđ í lífsleikni

Víđa komiđ viđ í lífsleikni
Byggt međ spaghettílengjum og sykurpúđum.
Hugtakiđ "lífsleikni" er víđfeđmt og tekur til allra ţátta mannlegs lífs og samskipta. Nýnemar í VMA taka áfanga í lífsleikni og á starfsbraut eru nemendur í lífsleikni fyrstu ţrjú árin.
Hugtakið "lífsleikni" er víðfeðmt og tekur til allra þátta mannlegs lífs og samskipta. Nýnemar í VMA taka áfanga í lífsleikni og á starfsbraut eru nemendur í lífsleikni fyrstu þrjú árin.
 

Hugsunin með lífsleikniáfanga fyrir nýnema er að styðja þá að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla og jafnframt eiga nemendur að gera sér það ljóst að  þeir beri sjálfir ábyrgð á námi sínu. Einnig er það markmið með kennslu í lífsleikni að búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu með því að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni í mannlegum samskiptum. 

Á starfsbraut VMA eru nemendur í lífsleikni þrjú fyrstu árin. Lögð er áhersla á að styrkja nemendur sem einstaklinga og jafnframt að styrkja virkni þeirra í hóp og efla tjáningarhæfni, sjálfstraust og öryggiskennd í og utan skóla. Jafnframt er lögð áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, tillitssemi og umburðarlyndi ásamt því að styrkja samkennd nemenda.

Í lífsleiknitímum er farið í óteljandi hluti sem á einn eða annan hátt koma að daglegu lífi fólks, auk þess sem brugðið er á leik með ýmsum hætti. Í lífsleiknitíma nemenda á starfsbraut á dögunum glímdu þeir við að byggja hús eða listform með annars vegar spaghettílengjum og hins vegar sykurpúðum. Til þess að "smíðin" gæti gengið vel fyrir sig þurftu menn sannarlega að vanda til verka þannig að húsin stæðu upprétt. Góð þjálfun í hugviti og vönduðum vinnubrögðum. Hér má sjá myndir sem teknar voru í þessum tíma í lífsleikni.

Liður í lífsleikniáfanga eldri nemenda á starfsbraut er að þeir kaupa árskort í leikhús og fara á fjórar sýningar yfir veturinn, tvær á haustönn og tvær á vorönn. Þannig fá nemendur innsýn í leikhúslífið og þjálfast í umræðum og gagnrýnni hugsun.Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00