Fara í efni  

Vélstjórnarnemar í frćđsluferđ

Vélstjórnarnemar í frćđsluferđ
Vélstjórnarnemar og kennarar á Ţeistareykjum.

Sextán nemendur á síđasta ári í vélstjórn fóru á dögunum í vísindaferđ í Suđur-Ţingeyjarsýslu og kynntu sér áhugaverđa atvinnusköpun ţar. Međ ţeim voru kennararnir Vilhjálmur G. Kristjánsson, Ingimar Árnason og Jóhann Björgvinsson. Ferđin heppnađist í alla stađi mjög vel.

Slíkar heimsóknir hafa veriđ fastur liđur í lok náms vélstjórnarnema, t.d. hefur veriđ fariđ austur á land og Kárahnjúkavirkjun skođuđ sem og fiskiđjuver Síldarvinnslunnar. Einnig hefur í nokkur skipti veriđ fariđ suđur yfir heiđar og atvinnufyrirtćki ţar skođuđ. En nú lá leiđin á Ţeistareyki, til Húsavíkur, á Tjörnes og í Út-Kinn.

Á Ţeistareykjum tók Landsvirkjun á móti hópnum og bauđ honum til málsverđar. Nemendur og kennarar fengu kynningu á Ţeistareykjastöđ  sem unniđ hefur veriđ ađ ţví ađ reisa á undanförnum árum. Fyrri vél virkjunarinnar var gangsett í nóvember á síđasta ári og sú síđari á síđustu vikum. Samtals nemur afl virkjunarinnar 90 megavöttum. Ţeistareykjavirkjun er mikiđ mannvirki og áhugavert ađ kynnast ţví hvernig stađiđ var ađ framkvćmdum viđ virkjunina og orkuframleiđslu ţar.

Frá Ţeistareykjum fór hópurinn út á Bakka ţar sem forsvarsmenn PCC BakkaSilicon kynntu fyrir honum starfsemi kísilvers fyrirtćkisins sem ţessa dagana er unniđ ađ ţví ađ gangsetja. Um er ađ rćđa orkufrekan iđnađ sem fćr rafmagniđ frá Ţeistareykjum.

Síđan lá leiđin út á Tjörnes til ţess ađ skođa Köldukvíslarvirkjun í landi Eyvíkur og Kvíslarhóls, sem er í eigu fyrirtćkisins Íslandsvirkjunar ehf,  en framkvćmdir viđ virkjunina, sem er 2.65 megavött ađ stćrđ, hófust í maí 2012 og var hún gangsett rösku ári síđar. Inntakslón virkjunnar er 1,8 hektarar og stíflan 200 metra breiđ.

Á heimleiđinni kom hópurinn viđ á bćnum Ţóroddsstöđum í Út-Kinn, sem Ingimar Árnason kennari hefur tenginu viđ, og skođađi m.a. gömul landbúnađartćki sem hefur veriđ komiđ fyrir í útihúsunum á bćnum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00