Fara í efni  

Gamalt handverk heillar

Gamalt handverk heillar
Guđbjörg Helga Ađalsteinsdóttir.

Guđbjörg Helga Ađalsteinsdóttir er nú á síđustu önn sinni til stúdentsprófs á textíllínu listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Hún er Húsvíkingur en hefur búiđ á Akureyri síđustu ţrjú ár. Hún rifjar upp ađ hún hafi veriđ mjög óviss um hvađ hún vildi lćra ađ loknum grunnskóla. Til ađ byrja međ fór hún í bóknám í Menntaskólanum á Akureyri og var ţar í hálfan annan vetur, var síđan í hálfan vetur í Framhaldsskólanum á Húsavík en fyrir tveimur árum lá leiđin á listnáms- og hönnunarbraut VMA og ţar segist hún hafa fundiđ sína fjöl á textíllínu.

„Ég hef veriđ í handavinnu frá ţví ég var lítil stelpa – ađ prjóna, hekla og sauma. Ţađ var ţví engin tilviljun ađ ég fann mig í ţessu námi. Hér hef ég međal annars lćrt vefnađ og ţađ hefur veriđ mjög skemmtilegt. Hann hafđi ég ekki prófađ áđur en hafđi lengi veriđ forvitin um hann og langađ ađ prófa, enda hef ég lengi haft áhuga á gömlu handverki. Vefnađur er mjög skemmtilegur og krefst nákvćmni og umtalsverđrar ţolinmćđi,“ segir Guđbjörg Helga og bćtir ţví viđ ađ hún sjái hreint ekki eftir ţví ađ hafa fariđ ţessa leiđ í námi, listnám til stúdentsprófs sé afar góđur grunnur fyrir fjölmargt í framhaldinu.

Ţegar hún var tekin tali var hún ásamt skólasystrum sínum á textíllínu listnáms- og hönnunarbrautar í vefnađaráfanga hjá Ragnheiđi Ţórsdóttur og var ađ vefa svuntu fyrir ţjóđbúning sem hún hyggst klćđast viđ brautskráningarathöfn í Hofi í desember nk. „Móđir mín hefur veriđ ađ hjálpa mér ađ sauma á mig íslenskan búninginn. Mig hefur lengi langađ til ţess ađ koma mér upp búningi og ég ákvađ ađ hafa ţađ sem markmiđ ađ hafa hann tilbúinn ţegar ég útskrifast núna í desember,“ segir Guđbjörg Helga.

Hluti af ţjóđbúningnum er silfriđ sem Guđbjörg segist vera byrjuđ ađ verđa sér út um en ţeim hluta verkefnisins sé ekki lokiđ. „Ţađ er fínt ađ hafa ákveđna tímapressu, ég ćtla ađ ná ţessu öllu heim og saman fyrir útskriftina í desember, ţađ er ekkert annađ í bođi,“ segir hún og hlćr.

Ţrátt fyrir ađ ljúka stúdentsprófi í desember nk. hyggst Guđbjörg Helga ekki segja skiliđ viđ VMA, ţví á vorönn ćtlar hún ađ bćta viđ sig nokkrum raungreináföngum. Ţegar hún er spurđ af hverju hún ćtli ađ styrkja sig frekar í raungreinunum gerist hún leyndardómsfull. „Ţađ kemur í ljós hvađ verđur,“ segir hún brosandi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00