Fara í efni  

Vann meistaraprófsritgerđ um notkun snjalltćkja í kennslu

Vann meistaraprófsritgerđ um notkun snjalltćkja í kennslu
Haukur Eiríksson kennari.

Haukur Eiríksson, kennari viđ rafiđnađardeild VMA, hefur undanfarin ţrjú ár, samhliđa kennslu, stundađ meistaranám í menntunarfrćđum viđ Háskólans á Akureyri og lýkur ţví međ útskrift í júní nk. Haukur er menntađur rafeindavirki og tók fyrri hluta námsins í VMA og lauk ţví í Reykjavík. Í framhaldinu tók hann svokallađ raungreinapróf, sem var ígildi stúdentsprófs. Síđar nam hann tćknifrćđi og starfađi sem tćknifrćđingur í mörg ár. En undanfarin ţrjú ár hefur hann kennt viđ VMA og er međ meistaranáminu sínu í HA ađ ljúka kennsluréttindum. Lokaritgerđ hans í náminu lýtur ađ notkun snjalltćkja í kennslu.

„Ég gerđi svokallađa starfendarannsókn ţar sem ég beindi sjónum ađ ţví hvernig ég gćti bćtt nám nemenda minna međ upplýsingatćkni. Ég gerđi rannsókn í kennslu minni hér í skólanum á haustönn, vann svo úr henni og hef síđan skrifađ meistarapófsritgerđina upp úr rannsókninni núna á vorönn. Ástćđan fyrir ţví ađ ég ákvađ ađ skođa ţessa hluti var sú ađ ég tók tvo valáfanga í náminu í HA sem voru um notkun upplýsingatćkni í námi. Í framhaldinu mótađist hjá mér hvađ ég vildi skođa í lokaverkefninu. Ţađ er mikiđ talađ um ţađ á neikvćđum nótum ađ nemendur okkar séu öllum stundum í símunum sínum en minna um ţađ hvernig unnt sé ađ virkja nemendur til ţess ađ nota ţessi snjalltćki á jákvćđan hátt í námi sínu.

Ég vildi beina sjónum mínum ađ notkun á snjalltćkjum í námi, hvort sem er símanum, spjaldtölvunni eđa fartölvunni. Stađreyndin er sú ađ ţegar nemendur koma í skólann hafa ţeir ákveđnar vćntingar um námiđ. Okkar kennaranna er ađ reyna ađ mćta ţeim vćntingum. Í ljósi ţjóđfélagsbreytinga og tćkniţróunar getum viđ ađ mínu mati ekki bara ákveđiđ ađ kenna eins og okkur var kennt í gamla daga.

Ţađ má kannski segja ađ meginstefiđ í rannsókn minni sé ađ í kennslunni lögum viđ okkur í ríkari mćli ađ ţeirri tćkni sem er í bođi, ekki síst vegna ţess ađ ţegar nemendur fara út á vinnumarkađinn ţurfa ţeir ađ nýta sér upplýsingatćkni í auknum mćli. Sjálfur starfađi ég töluvert í kerfis- og upplýsingamálum og safnađi ţá ýmsum öppum í símann minn sem ég notađi í mínu daglega starfi. Ţađ sama ţarf ađ gerast međ nemendur, ţeir ţurfa ađ finna ađ ţessi snjalltćki nýtist ţeim í eitthvađ meira en leiki.

Námiđ hér er bćđi verklegt og bóklegt og ég hef oft komist ađ raun um ađ sumir nemendur sem eru virkir í verklegum tímum missa fljótt athyglina ţegar kemur ađ bóklega hlutanum. Spurningin snýst um ađ reyna ađ brjóta upp bóklega fyrirlestra og virkja nemendur í tímum og halda athygli ţeirra á kennslustundunum. Ég hef prófađ mig áfram í gagnvirkni í kennslunni ţar sem nemendur eru virkir ţátttakendur á sínu tćki, tölvunni eđa símanum, í ţví ađ svara spurningum, teikna o.s.frv. Međ ţessu móti er auđvelt ađ fylgjast međ ţví hvort nemendur séu virkir í tímum og um leiđ hvernig ţeim gengur ađ skilja og tileinka sér námsefniđ," segir Haukur.

Í meistaraprófsritgerđ sinni, sem nefnist Nýjar vćntingar. Hvernig get ég nýtt upplýsingatćkni tiđ ađ bćta nám nemenda minna? dregur Haukur saman í nokkrar setningar ţađ sem hann telur áhugaverđast úr rannsókn sinni:

Helstu ályktanir sem draga má af rannsókninni eru ađ skipulag og kennslufrćđin skipta höfuđmáli ţegar nota á upplýsingatćkni til ađ bćta nám. Huga ţarf sérstaklega ađ tímastjórnun og ađlögun kennsluáćtlunar ađ breytilegum vinnuhrađa nemenda. Upplýsingatćkni sem býđur upp á gagnvirkni í kennslustundum stuđlar ađ virkni nemenda og skapar einstakt tćkifćri til endurgjafar í formi leiđsagnarmats. Ţađ kemur einnig fram ađ tćknilega flókin verkefni geta dregiđ úr sjálfstrausti kennarans og um leiđ komiđ niđur á upplifun nemenda. Nemendur telja sjálfir ađ notkun á upplýsingatćkni auki áhuga og hjálpi ţeim ađ halda athyglinni í kennslustundum. Skemmtun nemenda var sá ţáttur sem hafđi áhrifa á alla ađra ţćtti í upplifun nemenda í kennslustundunum.

„Ađ mínu mati er unnt ađ nýta sér ţessa tćkni í flestum námsgreinum en ađ sjálfsögđu krefst ţađ mismunandi útfćrslna og kennararnir ţurfa ađ prófa sig áfram. Hluti af verkefni mínu var ađ skrá niđur upplifun mína á međan ég var ađ prófa mig áfram međ tćknina. Ein af stóru hindrunum í ţví ađ nota upplýsingatćknina er óöryggi kennara međ ađ nýta sér hana. Öllum breytingum og áskorunum fylgir óvissa. Ţađ átti viđ mig eins og alla ađra kennara ađ ég fór upp og niđur allan tilfinningaskalann ţegar ég var ađ prófa mig áfram. En međ reynslunni og ţjálfunni kom ţetta smám saman. En sannast sagna held ég ađ í raun krefjist ţetta ekki meiri undirbúnings og vinnu en ţegar kennarar vinna glćrur frá grunni, ţetta er fyrst og fremst önnur hugsun og nálgun.

Ég vildi líka međ rannsókninni komast ađ raun um hver stafrćn hćfni nemenda vćri. Oft heyrist ađ börn og unglingar séu foreldrum fremri í notkun ţessara tćkni. En stađreyndin er sú ađ hćfni unga fólksins í ţessum efnum snýr fyrst og fremst ađ ţeirra áhugamálum. Ţó má fullyrđa ađ nemendur búa almennt yfir mikilli hćfni í notkun ţessarar snjalltćkni og ţeir hafa vćntingar um ađ geta nýtt sér hana í námi. 

Ég geri mér alveg grein fyrir ţví ađ sumir kennarar veigra sér viđ ţví ađ nýta sér upplýsingatćkni í kennslu vegna ţess ađ ţeir óttast ađ ţeir muni á einhverjum tímapunkti lenda eilítiđ upp á skeri međ tćknina. Einnig er ţađ nú svo ađ vegna fjárskorts hafa tölvumál skólanna, ţar á međal hér í VMA, ekki veriđ međ ţeim hćtti sem viđ vildum sjá. En sem betur fer er smám saman veriđ ađ ráđa bót á ţví.

Ég sé fyrir mér ađ upplýsingatćknin muni nýtast vel í kennslu í framtíđinni í bland viđ annađ. Ţađ er ekki svo ađ hún muni alfariđ taka yfir, alls ekki. Starf kennara hefur breyst og mun breytast. Viđ ţurfum bara ađ átta okkur betur á ţví ađ upplýsingarnar eru til stađar og okkar er ađ hjálpa nemendum ađ nýta sér ţćr. Í kennslunni ţegar ég gerđi rannsóknina notađi ég gagnvirka fyrirlestra og hermilíkön ţar sem hćgt er ađ sýna ýmislegt í sýndarumhverfi. Slíkir gagnabankar eru ađgengilegir án endurgjalds á netinu. Ég notađi líka vefsíđuna www.kahoot.it, sem er gagnvirkur spurningavefur, međ góđum árangri.

Almennt hef ég komist ađ raun um ađ nemendur bíđa eftir ţví ađ geta notađ snjalltćki sín í náminu, ţađ eru vćntingar ţeirra. Viđ kennararnir megum ađ mínu mati ekki horfa fram hjá ţví eđa líta á ţessi tćki sem vandamál,“ segir Haukur Eiríksson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00