Fara í efni

Útskriftarnemar kveðja skólann

Frá dimmision VMA í apríl 2013.
Frá dimmision VMA í apríl 2013.
Í dag kveðja útskriftarnemar skólann sinn með formlegum hætti þegar hin árlega dimmision er haldin.

Í dag kveðja útskriftarnemar skólann sinn með formlegum hætti þegar hin árlega dimmision er haldin.

Eins og vera ber á þessum degi klæða nemendur sig upp í óhefðbundin föt og fara um bæinn og kveðja kennara sína með formlegum hætti. Skemmtileg námsár að baki og framundan eru próf og síðan vorið og sumarið með blóm í haga.

Sú venja hefur skapast í VMA – vegna þess að bæði er útskrifað á vorin og um jól – að nemendur tveggja næstu útskrifta – það er núna í maí og í desember – dimmitera saman. Í það heila lætur nærri að útskriftarnemarnir séu um 150 talsins.

Samkvæmt upphaflegu skóladagatali átti dimmision að vera 23. apríl sl., þ.e. á síðasta vetrardag, en vegna röskunar á kennslu vegna kennaraverkfallsins var ákveðið að fresta henni um röska viku.