Fara í efni

Uppistandskvöld í Gryfjunni í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, stendur Þórduna nemendafélag fyrir svokölluðu uppistandskvöldi í Gryfjunni þar sem uppistandararnir Þórhallur Þórhallsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Jonathan Duffy og Bylgja Babýlons stíga á stokk og skemmta gestum. Ekki þarf að efa að glatt verður á hjallla enda uppistandararnir ekki af verri endanum.

Uppistandskvöldið er öllum opið og hefst kl. 19:30 í Gryfjunni. Ókeypis aðgangur er fyrir félaga í Þórdunu en aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir aðra.