Fara í efni

Þórduna: Framboðsfrestur rennur út annað kvöld

Nú líður óðum að kosningum til stjórnar Þórdunu – nemendafélags VMA – fyrir skólaárið 2013-2014. Kosningarnar verða fimmtudaginn í næstu viku, 18. apríl. Því er nú auglýst eftir framboðum til formanns Þórdunu, varaformanns, ritara, gjaldkera, skemmtanastjóra, eignastjóra, kynningarfulltrúa og tveggja hagsmunaráðsfulltrúa.

Nú líður óðum að kosningum til stjórnar Þórdunu – nemendafélags VMA – fyrir skólaárið 2013-2014. Kosningarnar verða fimmtudaginn í næstu viku, 18. apríl. Því er nú auglýst eftir framboðum til formanns Þórdunu, varaformanns, ritara, gjaldkera, skemmtanastjóra, eignastjóra, kynningarfulltrúa og tveggja hagsmunaráðsfulltrúa.

Frestur til þess að skila inn framboðum rennur út á miðnætti annað kvöld, miðvikudaginn 10. apríl. Senda skal tilkynningu um framboð á annað hvort omar@vma.is eða vala@vma.is. Fram komi nafn frambjóðanda, námsbraut, kennitala, sími og það embætti sem viðkomandi býður sig fram í.

Í lögum Þórdunu segir eftirfarandi um þau embætti sem auglýst er eftir framboðum í og hér koma einnig fram upplýsingar um kosningarnar:

3.4. Verkaskipting í nemendaráði skal vera eftirfarandi:

a)     Formaður kemur fram sem fulltrúi nemenda utan skóla sem innan og situr fyrir hönd nemenda í skólanefnd. Einnig er hann fulltrúi Þórdunu í samskiptum við nemendaráð og félög annarra skóla sem og atkvæðisbær fulltrúi í hagsmunaráði. Formaður ásamt skólaráðsfulltrúa er áheyrnarfulltrúi nemenda í skólastjórn og skólanefnd. Formaður ber ábyrgð á daglegum rekstri Þórdunu. 

b)     Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir formannsstörfum í fjarveru formanns. Þurfi formaður að segja starfi stöðu sinni lausri skal varaformaður gegna skyldum hans þar til nýr formaður hefur verið kjörinn eða skipaður af Þórdunu (sjá gr. 3.7 og 8.14.a.). Varaformaður er tengiliður Nemendaráðs við undirfélög Þórdunu og klúbba, og gegnir sem slíkur formennsku í Klúbbaráði Þórdunu (gr. 4.3). Hann og kynningarfulltrúi skulu sjá um að kynna klúbba skólans í samráði við Klúbbaráð.

c)      Ritari færir fundargerðir stjórnar, annast bréfaskriftir, skjalavörslu og hefur ásamt kynningarfulltrúa yfirumsjón með útgáfustarfsemi á vegum félagsins. Hann ásamt kynningarfulltrúa , og eftir atvikum í samstarfi við ritnefnd, sér um rekstur á heimasíðu Þórdunu og aðra útgáfustarfsemi á vegum félagsins. Árskýrsla um starf félagsins, sem kynnt er á aðalfundi, skal í höndum ritara í samráði við formann og varaformann. Ritari Þórdunu skal halda utan um allar þær auglýsingar sem að sendar eru út í nafni Þórdunu.

d)     Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins, bókhald, fjárvörslu og ávöxtun fjár. Hann skal búa yfir bókhaldsþekkingu. Gjaldkera ber að hafa bókhald félagsins klárt til samþykkis á aðalfundi á vorönn.

e)     Skemmtanastjóri er formaður skemmtinefndar og hefur yfirumsjón með öllu skemmtanahaldi á vegum nemenda skólans og veitir árshátíðarnefnd forystu.

f)      Eignastjóri er umsjónarmaður eigna og sér um tæki og tól í eigu Þórdunu, er þar með talinn allur búnaður í Gryfjunni. Honum ber skylda til að halda eignaskrá Þórdunu og klúbba sem starfa innan veggja skólans, og hefur hann einn útláns- eða leigurétt á eignum félagsins. Hann er tengiliður tæknimanna við Nemendaráð og skal hann aðstoða aðra í nemendaráði.

g)     Kynningarfulltrúi hefur umsjón með kynningarmálum Nemendaráðs, s.s. uppfærslu heimasíðu Þórdunu, auglýsingar á vegum Þórdunu, o.fl. , í samstarfi við ritara. Upplýsinga- og kynningarfulltrúi ber ábyrgð á því að viðburðir Þórdunu séu auglýstir með góðum fyrirvara, að þær upplýsingar sem þar koma fram séu réttar, og að allir þeir styrktaraðilar sem Þórduna er með styrktarsamning við hverju sinni fái sitt einkennismerki inn á auglýsingarnar. 

h)     Fulltrúar í hagsmunaráði (2 talsins) sitja í Nemendaráði sem meðstjórnendur. Leitast skal við að þeir séu hvor af sinni brautinni. Þeir fara með hagsmunamál nemenda. Hagsmunafulltrúar eru bundnir þagnarskyldu.

8. KOSNINGAR

8.1. Kosið er í embætti nemendafélagsins - sem eru eftirfarandi: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri, eignastjóri kynningarfulltrúi og tveir hagsmunaráðsfulltrúar - í almennum kosningum sem skulu haldnar í síðasta lagi tveimur vikum fyrir kennslulok, þannig að nægur tími gefist fyrir fráfarandi nemendaráð til starfa með nýju nemendaráði.

8.2. Kjörgengi til nemendaráðs hafa allir þeir Þórdunufélagar sem náð hafa sjálfræðisaldri skv. gildandi landslögum, og hafa hreint sakavottorð. Frambjóðendur til Nemendaráðs geta þó óskað eftir undanþágu frá reglum um sjálfræðisaldur ef þeir uppfylla aldursskilyrðin fyrir árslok. Ekki má þó veita undanþágu frá þessum skilyrðum vegna framboða til formanns eða gjaldkera. Fyrrum stjórnarmaður sem áður hefur verið lýst vantrausti á er ekki kjörgengur nema kjörstjórn ákvarði annað.

8.3. Til að kosning sé gild skulu að minnsta kosti 30% Þórdunu-félaga greiða atkvæði. Ef ske kynni að aðeins einn frambjóðandi bjóði sig fram í tiltekið embætti verður hann að hljóta að minnsta kosti 50% greiddra atkvæða.

8.4. Nemendaráð skipar 5 manna kjörstjórn í upphafi vorannar, í síðasta lagi fimm vikum fyrir kjördag. Kjörstjórn setur sér starfsreglur og sér um framkvæmd kosninganna.

8.4.1. Samþykki félagsmálafulltrúa þarf fyrir skipan kjörstjórnar.

8.4.2. Meðlimir í kjörstjórn eru ekki kjörgengir í embætti.

8.5. Framboð til nemendaráðs

8.5.1. Kjörstjórn auglýsi eftir framboðum eigi síðar en mánuði fyrir kosningar.

8.5.2. Þá skal og birta kosningalög opinberlega um leið og auglýst er eftir framboðum.

8.5.3. Frambjóðendur skulu hafa tilkynnt skriflega framboð sitt til kjörstjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir kjördag, ella telst framboð viðkomandi ógilt.

8.5.4. Sami aðili má ekki bjóða sig fram til eða gegna fleiri en einu embætti í senn innan nemendaráðs (sjá þó lið 3.4.2).

8.5.5. Þegar framboðsfrestur er útrunninn skal kjörstjórn boða til fundar með öllum frambjóðendum og félagsmálafulltrúum í síðasta lagi þremur dögum fyrir kosningar. Þar skal frambjóðendum bent á helstu atriði kosningalaga er varða áróður, kjördag, talningu atkvæða og skipan nýs nemendaráðs.

8.5.6. Ef frambjóðandi óskar eftir því á fundi með kjörstjórn (sjá 8.5.5) að breyta framboði sínu skal það heimilt, samþykki meirihluti frambjóðenda, sem á fundinum eru, breytinguna.

8.6.Félagsmálafulltrúar leggja lista yfir frambjóðendur fyrir skólastjórnendur sem meta hæfi frambjóðenda út frá mætingum og/eða námsferli. Skólayfirvöld hafa fullan rétt til að hafna framboðum á þessum eða öðrum þeim forsendum sem þykja sanngjarnar, s.s vegna agabrota. Telji kjörstjórn og/eða félagsmálafulltrúar frambjóðanda af einhverjum orsökum vera vanhæfan til setu í nemendaráði ber þeim að leggja tillögu um höfnun framboðs fyrir skólayfirvöld til samþykkis. Frambjóðanda skal gerð grein fyrir meintu vanhæfi og ástæðum þess og honum gefið færi á að tala máli sínu fyrir skólayfirvöldum.

8.7. Kynning á framboðum

8.7.1. Frambjóðenda er heimilt að kynna framboð sitt, en ber að gæta fyllsta velsæmis. Kjörstjórn, nemendaráð og félagsmálafulltrúar áskilja sér rétt til að fjarlægja eða taka fyrir áróður sem þykir misbjóða þeim sem um skólann fara eða sem gengur á svig við lög og reglur skólans og Þórdunu.

8.7.2. Frambjóðendum er óheimilt að nota aðstöðu og efni nemendaráðs til auglýsingagerðar eða áróðurs.

8.7.3. Kjörstjórn er skylt að kynna öll framboð jafnt og skal slíkt gert á upplýsingatjaldi í Gryfjunni og/eða með framboðsfundi á vegum nemendaráðs á sama stað.

•        8.7.4. Kosningaáróður á kjörstað er óheimill. Allar auglýsingar skulu fjarlægðar úr húsum og af lóð skólans áður en skóli hefst á kjördag.

8.7.5. Ef frambjóðendur eru með hópa á netsvæðum tengda framboðum sínum er kjörstjórn og félagsmálafulltrúum óheimilt að vera skráðir í þá hópa.

8.7.6. Ef sýnt þykir að fulltrúi kjörstjórnar og frambjóðandi tengist einhverjum böndum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra, skal téður fulltrúi kjörstjórnar víkja sæti.

8.8. Frambjóðendum, eða fulltrúum þeirra, er heimilt að vera við talningu atkvæða í samráði við kjörstjórn.

8.9. Nýtt nemendaráð skal hefja störf strax að kosningu lokinni og starfa í samvinnu við eldra nemendaráð til vors. Ákvarðanataka skal falin í hendur nýrri stjórn en eldri stjórn hafi atkvæðisrétt á nemendaráðsfundum fram að kennslulokum.

8.10. Takist ekki að skipa í öll embætti í nemendaráði í kosningum skal nemendaráð ásamt félagsmálafulltrúum leita til frambjóðenda sem ekki náðu kjöri í aðrar stöður um að taka að sér þær stöður sem ekki hefur verið skipað í.

8.11. Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir í kosningum Þórdunu skal hlutkesti látið ráða um hver nær kosningu.

8.12. Ef auðir seðlar eru hlutfallslega fleiri en greidd atkvæði hæsta frambjóðanda nær hann ekki kjöri. Skal þá innan vikutíma auglýsa eftir nýjum framboðum og halda í framhaldi af því nýjar kosningar. Ef einhver frambjóðandi nær enn ekki kjöri skal stjórn nemendaráðs skipa í stöðuna.

8.13. Nemendaráð skal birta niðurstöðu kosninga í Gryfjunni í síðasta lagi á hádegi daginn eftir kosningar og á heimasíðu sinni strax í kjölfarið.

8.14. Brotthvarf ráða og nefnda eða einstakra meðlima.

8.14.a. Láti meðlimur nemendaráðs af störfum fyrir lok kjörtímabils síns, skal auglýsa eftir framboði innan viku frá brotthvarfi viðkomandi meðlims. Framboð skulu kynnt á heimasíðu Þórdunu og á tjaldi í Gryfju. Nemendaráð sinnir í slíkum tilfellum starfi kjörstjórnar. Skal nemendaráð einnig skipa í stöðuna.

•        8.14.b. Segi nemendaráð af sér fyrir lok kjörtímabils síns ber því að efna til kosninga áður en það lætur af störfum. Nemendaráð getur ekki látið af störfum fyrr en allar stöður í nýju Nemendaráði hafa verið fullskipaðar.