Fara í efni

Teikna lifandi fyrirmynd

Hallgrímur Ingólfsson situr fyrir.
Hallgrímur Ingólfsson situr fyrir.
Einn af áföngunum sem myndlistarnemendur á Listnámsbraut taka er módelteikning þar sem nemendur teikna lifandi fyrirmynd – þeir breyta þrívíðu formi í tvívíða teikningu. Þetta er grunnáfangi og mikilvægur þáttur í þjálfun myndlistarnema í að beita agaðri og frjálsri teikningu í túlkun sinni á fyrirmynd.

Einn af áföngunum sem myndlistarnemendur á listnámsbraut taka er módelteikning þar sem nemendur teikna lifandi fyrirmynd – þeir breyta þrívíðu formi í tvívíða teikningu. Þetta er grunnáfangi og mikilvægur þáttur í þjálfun myndlistarnema í að beita agaðri og frjálsri teikningu í túlkun sinni á fyrirmynd.

„Það fara allir nemendur á myndlistarbraut í gegnum þennan áfanga,“ segir Hallgrímur Ingólfsson kennari, sem jafnframt var fyrirmynd eða „módel“ í þessari kennslustund. Hallgrímur hljóp í skarðið að þessu sinni en í þessar kennslustundir er fengið utanaðkomandi „módel“ til þess að sitja fyrir.

Umræddur áfangi er MYL1036 og má hér sjá áfangalýsinguna.

„Það er vissulega erfitt að draga fram sérkenni hvers og eins sem situr fyrir, hver lína er mikilvæg og hlutföllin skipta líka miklu máli,“ segja nemendurnir þegar þeir eru spurðir um hver sé galdurinn við að endurskapa hina lifandi fyrirmynd á blaði.

Á þessum fyrstu dögum nýs skólaárs kynnast nemendur á listnámsbrautinni ýmsum grunnþáttum sem eiga eftir að nýtast þeim vel í framhaldinu. Hér má sjá myndir af því þegar nemendur kynntu sér náttúrulega litun. Meira að segja var gerð prufa með að lita hár!