Fara í efni

Taka þátt í Nordplus verkefni í Nyköping

VMA-piltarnir þrír í Nyköping í Svíþjóð.
VMA-piltarnir þrír í Nyköping í Svíþjóð.

Þessa viku hafa verið þrír VMA-nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut, Jóhann Einar Óskarsson, Marteinn Brynjarsson og Hrannar Þór Rósarsson, í Nyköping í Svíþjóð ásamt Hálfdáni Örnólfssyni kennara og er ferðin liður í þátttöku VMA í Nordplus verkefninu „Promote tolerance-celebrate diversity“. Auk VMA taka þátt í verkefninu nemendur og kennarar frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi og Litháen. Í verkefninu er fjallað frá ýmsum hliðum um margbreytileika samfélagsins í þessum löndum. Fyrsti fundur eða ráðstefna í verkefninu var í VMA í september á síðasta ári og þá var þemað kynhneigð fólks frá ýmsum hliðum. Í Nyköping er þemað stéttaskipting og vinna nemendur verkefni um hana og ræða stéttskiptingu í sínum löndum. Þrír nemendur frá hverju landi auk eins kennara taka þátt í hvert skipti sem fundað er í verkefninu.

Dagana 3.-7. apríl fara aðrir þrír nemendur úr VMA til Finnlands í þessu sama verkefni og þar verður fjallað um mismunandi trúarbrögð í samfélögum. Í maí liggur síðan leið enn annarra nemenda úr VMA til Litháen þar sem kynslóðir verða megin þemað.

Hér er Fb.síða verkefnisins og hér er vefsíða þess.