Fara í efni  

Sýndu listsköpun Helenu Óskar og Símonar

Sýndu listsköpun Helenu Óskar og Símonar
Nokkrar hestamyndir Helenu Óskar Jónsdóttur.

Síđastliđinn föstudag var efnt til áhugaverđrar listsýningar á starfsbraut VMA ţar sem tveir nemendur sýndu afrakstur vinnu sinnar á önninni – annars vegar Akureyringurinn Helena Ósk Jónsdóttir og hins vegar Dalvíkingurinn Símon Gestsson.

Á starfsbraut VMA er unniđ á margvíslegan hátt međ listsköpun og hćfileikar hvers og eins einstaklings virkjađir. Ţađ á svo sannarlega viđ um listsköpun Helenu og Símonar sem unnu međ kennurunum Margréti Bergmann Tómasdóttur og Örnu Valsdóttur núna á vorönn og einnig hafa umsjónarkennarar nemendanna, Anna Jóhannesdóttir og Inga Dís Árnadóttir, og stuđningsfulltrúarnir Áslaug Kristjánsdóttir og Steinunn Jóna Sćvaldsdóttir lagt hönd á plóg.

Helena Ósk, sem er fćdd 1999, tókst á viđ myndsköpun af ýmsum toga og sýndi afrakstur vinnu sinnar á sýningunni. Hestar hafa veriđ henni lengi hugleiknir og hún hefur sérstaka ánćgju af ţví ađ teikna ţá. Ekki minnkađi áhugi Helenu á hestum í vetur ţegar hún kynntist ţeim og hestamennsku betur í gefandi samstarfi viđ stuđningsfulltrúana Áslaugu og Steinunni Jónu. Á sýningunni sl. föstudag mátti glögglega sjá ţennan hestaáhuga Helenu. 

Símon, sem er fćddur 2001, hefur mikinn áhuga á umhverfishljóđum og ađ taka upp myndbrot á iPadinn sinn og vinna međ myndbönd. Ţennan áhuga virkjađi Arna Valsdóttir og vann međ honum skemmtileg myndbönd sem mátti sjá brot af á sýningunni. Símon vann einnig myndlistarverk fyrir sýninguna.

Almennt má segja um listsköpun Helenu Óskar og Símonar ađ ţau hafa bćđi sterka sýn á hvađ ţau vilja koma á framfćri og verk ţeirra bera ţess vitni.

Hér er myndband sem sýnir verk Helenu og Símonar á sýningunni í VMA sl. föstudag.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00