Fara í efni  

Stórvirki í bókaútgáfu - Listin ađ vefa

Stórvirki í bókaútgáfu - Listin ađ vefa
Ragnheiđur Björk og Borghildur Ína međ bókina.

Ragnheiđur Björk Ţórsdóttir (Ragga Ţórs), veflistakona, kennari og sérfrćđingur viđ Textílmiđstöđ Íslands, hefur sent frá sér stórvirkiđ Listin ađ vefa, sem er afrakstur um áratugs vinnu. Bókin er um 360 blađsíđur í stóru broti, fyrsta heildarritiđ sem út kemur hér á landi um vefnađ frá landnámi til okkar daga. Ragnheiđur býr á Akureyri og kenndi vefnađ í VMA í um ţrjá áratugi, frá 1988 til loka haustannar 2018, og má ćtla ađ hún hafi á ţessum tíma kennt vel yfir ţúsund nemendum ađ vefa. Vaka-Helgafell gefur bókina út. 

Á sínum tíma var Ragnheiđur í Myndlistar- og handíđaskólanum, hún fór síđan í meistaranám í textíl í John F. Kennedy University í Bandaríkjunum en breyttar ađstćđur gerđu ţađ ađ verkum ađ hún hafđi ekki tćkifćri til ađ ljúka ţví námi. Síđar lauk Ragnheiđur Med námi frá Háskólanum á Akureyri, međ áherslu á kennslufrćđi listgreina og skrifađi lokaritgerđ sína um mikilvćgi listnáms á framhaldsskólastigi.

Kenndi vefnađ í VMA í ţrjátíu ár
„Ég kenndi vefnađ hér í VMA í ţrjátíu ár og á ţeim tíma bjó ég til kennsluefni fyrir nemendur, enda var ţađ mjög af skornum skammti. Áriđ 1948 hafđi Sigrún Pálsdóttir Blöndal, skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstađ, gefiđ út bókina Vefnađ en hún er barn síns tíma og hefur ţar ađ auki lengi veriđ ófáanleg. Í meistaranámi mínu í Háskólanum á Akureyri gerđi ég kennsluhefti fyrir nemendur og í framhaldinu hóf ég ađ safna frekari upplýsingum enda höfđar grúsk mjög til mín. Ég fékk ţá flugu í höfuđiđ ađ útvíkka verkefniđ í meistaranáminu og safna efni í bók og fór til Forlagsins áriđ 2011 međ ţá hugmynd og fékk strax mjög jákvćđ viđbrögđ, en hins vegar var ljóst ađ ţetta vćri tímafrek vinna og ţađ voru engir fjármunir til stađar til ţess ađ ráđast í ţetta. Síđan liđu um tvö ár og á ţeim tíma skrifađi ég eitt og annađ hjá mér án ţess ađ vinna markvisst ađ ritun bókar. En ţađ sem gerđist nćst var ađ Forlagiđ sótti um útgáfustyrk til vinnslu bókarinnar og sá styrkur fékkst áriđ 2013. Ţá var ekki aftur snúiđ. Forlagiđ fól Laufeyju Leifsdóttur ađ hafa umsjón međ verkinu af hálfu útgáfunnar. Ţegar máliđ var komiđ á ţetta stig hélt ég markvisst áfram ađ safna heimildum og skrifa. Ég gerđi mér ekki grein fyrir hversu viđamikiđ ţetta gćti orđiđ en ţegar upp er stađiđ er ţetta töluvert stćrra í sniđum en ég hafđi ímyndađ mér, ţađ viđurkenni ég fúslega. Í upphafi var ţađ ekki mín hugmynd ađ ţetta yrđi svona yfirgripsmikiđ en svo einhvern veginn hélt ég áfram ađ grúska og skrifa meira. Auđvitađ var ţetta mikil vinna en ég sé ekki eftir henni í dag. Viđ Laufey vorum sammála um ađ slíkt yfirlitsrit um íslenskan vefnađ yrđi ekki gefiđ út í bráđ á Íslandi og ţví yrđi ţessi bók ađ vera vegleg og gefa gott og ítarlegt yfirlit um vefnađ og sögu hans frá landnámi og til okkar daga – bókin yrđi međ öđrum orđum ađ vera sagnfrćđi um vefnađ, hún ţyrfti ađ vera tćknilegs eđlis og einnig ađ innihalda ađferđafrćđi, ţannig ađ hún gćti ţjónađ háskólasamfélaginu, kennslu í framhaldskólum, listafólki og öllu áhugafólki um vefnađ. Ég tel ađ hafi tekist ađ búa til bók sem ţjónar öllu áhugafólki um vefnađ, sagnfrćđingum og frćđimönnum. Í henni er allt ţađ sem ađ mínu mati skiptir máli í sambandi viđ vefnađ á Íslandi. Vonandi nýtist bókin líka fólki sem vill gera hinar ýmsu tilraunir. Tölvutćknin gerir ţađ ađ verkum ađ hćgt er ađ gera óendanlega margar nýjar bindingar í ţeim forritum sem eru til ţess ađ vinna vef. Ţađ er ţađ sem unga fólkiđ er ađ gera,“ segir Ragnheiđur.

Sem fyrr segir skrifađi Sigrún P. Blöndal á sínum tíma um vefnađ á Íslandi og eldri heimildir má m.a. finna í Viđeyjarskýrslum Skúla Magnússonar og Grágás og fyrir nokkrum árum sendi Hildur Hákonardóttir frá sér bók um kljásteinavefstađinn á íslensku, norsku og ensku. Ţessi nýja bók Ragnheiđar er fyrsta heildaryfirlitsritiđ um íslenskan vefnađ og er ţví afar mikilvćg heimild og merkt framlag til íslenskrar menningar ţví vefurinn er og hefur alla tíđ veriđ samofinn sögu íslensku ţjóđarinnar.

Í rannsóknaverkefni viđ Textílmiđstöđ Íslands á Blönduósi
Ragnheiđur segir ađ ţví miđur sé vefur ekki kenndur á háskólastigi hér á landi og ţví hafi ekki veriđ nein frćđimennska í vefnađi. „Núna vinn ég ađ rannsókn hjá Textílmiđstöđ Íslands á Blönduósi, sem er fjármögnuđ međ styrk frá Rannís, og ţađ er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi. Ég vinn ađ ţví ađ skrásetja á tölvutćkt form allar gömlu vefnađarbćkurnar, sem vitaskuld eru allt handskrifuđ gögn. Nú ţegar eru komin á tölvutćkt form yfir tvö ţúsund munstur. Viđ vinnum međ tölvufyrirtćkinu Stefnu ađ ţví ađ setja ţetta í opinn gagnagrunn á Netinu, ţađ eina sem verđur seldur ađgangur ađ eru sjálfar uppskriftirnar. Sigrún P. Blöndal sagđi á sínum tíma ađ á međan ekki vćri stunduđ frćđimennska á ţessu sviđi, yrđu engar framfarir í greininni. Ţetta var hárrétt hjá Sigrúnu. Ţađ er afar mikilvćgt ađ fólk fari ađ átta sig á ţví ađ vefnađur er ekki bara vađmál, hann er heill heimur af spennandi hlutum sem er samofinn sögu okkar og menningu. Ţjóđin hefđi ekki lifađ af ef hún hefđi ekki getađ ofiđ á kljásteinavefstađ og vefnađur var í átta hundruđ ár helsti útflutningur Íslendinga. En ţví miđur hafa ţessi tengsl viđ fortíđina rofnađ og ţađ er von mín ađ ţessi bók opni augu fólks fyrir vefnađi í íslenskri sögu og skilji mikilvćgi ţess ađ ţessi ţekking glatist ekki. Ţađ er ađ mínu mati gríđarlega mikilvćgt ađ unga fólkiđ á Íslandi kynnist ţví hvernig er ađ búa til efni, í allri umrćđu um loftagsbreytingar, hlýnun og sóun. Ég tel ađ ţađ ţurfi ađ efla skilning unga fólksins á mikilvćgi textíls. Ţađ verđur ađ segja alveg eins og er ađ viđ höfum vanvirt íslenskan textíl til áratuga međ ţví ađ kaupa ódýran fatnađ frá útlöndum sem er búinn til af fólki sem fćr smánarlega lág laun fyrir vinnu sína viđ óbođlegar ađstćđur – og síđan hendum viđ ţessum fatnađi jafn harđan,“ segir Ragnheiđur.

Níu ár í smíđum
Áriđ 2015 veiktist Ragnheiđur og ţá hćgđi á vinnunni viđ bókina. Ţegar ţessi tími er rifjađur upp segir Ragnheiđur ađ í raun hafi hún alls ekki veriđ viss um ađ bókin myndi nokkurn tímann koma út. En ţađ fór sem betur fer í ađra átt og núna er hún komin út og fáanleg í bókaverslunum. Í henni er fjöldi skýringamynda sem Freydís Kristjánsdóttir hefur gert af listfengi og í bókinni er einnig fjöldi ljósmynda, sem Hrefna Harđardóttir tók ađ stćrstum hluta. Ragnheiđur vill undirstrika ađ hún hafi unniđ međ frábćru fólki viđ vinnslu bókarinnar, sem hafi skipt sköpum viđ ađ koma henni út. Međal annars hafi hún haft ađgang ađ afbragđs fólki til ţess ađ lesa yfir handrit bókarinnar. „Í ţau níu ár sem hef unniđ ađ bókinni hef ég ţví haft ađgang ađ fyrsta flokks fólki til ţess ađ fara yfir hlutina međ mér. Ţetta eru flókin frćđi og ţví auđvelt ađ gera mistök. En ţó svo ađ vinnsla bókarinnar hafi tekiđ allan ţennan tíma og oft hafi ţetta tekiđ á taugarnar er ţađ ţó svo ađ bókin hefur alltaf batnađ viđ hvern yfirlestur,“ segir Ragnheiđur og leynir ţví ekki ađ hún sé afar ánćgđ međ útkomuna. „Ţađ er góđ tilfinning ađ hafa lokiđ ţessu verki og ađ útkoman sé eins góđ og raun ber vitni. Uppsetning Ínu á bókinni er mjög falleg og hún hefur nostrađ viđ hverja síđu. Ţađ skilar sér frábćrlega,“ segir Ragnheiđur.

Myndlistar- og textílgrunnurinn hjálpađi viđ umbrotiđ
Ţegar Ragnheiđur talar um Ínu er hún ađ vísa til Borghildar Ínu Sölvadóttur, kennara viđ listnáms- og hönunardeild VMA og grafísks hönnuđar, sem var faliđ ţađ verkefni ađ brjóta bókina um.

„Formiđ á bókinni, ţ.e.a.s. stćrđ hennar, hafđi veriđ ákveđin af útgáfunni ţegar ég kom ađ verkinu. Ég stökk strax út í djúpu laugina og fékk fyrst í hendur efni í mjög snúinn kafla ţar sem ţurfti ađ fletta saman texta, ljósmyndum, skýringamyndum og munstri. Ţađ er mikiđ atriđi ađ textinn og skýringateikningarnar fylgist sem mest ađ ţannig ađ lesendur ţurfi ekki ađ fara fram og til baka í bókinni til ţess ađ setja hlutina í samhengi.

Ég var á árunum 2003 til 2005 í námi á listnámsbraut VMA og tók báđar línur, myndlistar- og textíllínu, og sú kunnátta, úr myndlistinni og textílnum, hjálpađi mér mikiđ viđ uppsetningu bókarinnar. Á ţessum tíma tók ég nokkra áfanga í vef hjá Röggu og ég segi alveg eins og er ađ hefđi ég ekki veriđ búin ađ fá innsýn í vefnađ hefđi uppsetning bókarinnar veriđ mér mun snúnari. En ţar sem ég skil í stórum dráttum út á hvađ ţetta gengur áttađi ég mig betur á ţví hvernig uppröđunin ţyrfti ađ vera til ţess ađ efniđ yrđi sem ađgengilegast fyrir lesendur. Ég tel mig vera nokkuđ góđa í Tetris og hef ánćgu af ţví ađ rađa upp hlutum – og ekki skađar ađ úr náminu mínu forđum daga hef ég grunn í bćđi mynduppbyggingu og -hugsun. Alllt hefur ţetta hjálpađ ótrúlega mikiđ í ţessari vinnu. Ég vissi ađ bókin vćri ađ hluta til hugsuđ sem kennslugagn og ţess vegna ţurfti ađ hafa ţađ ađ leiđarljósi ađ stutt vćri á milli texta, skýringa og teikninga. Fyrst og fremst var ţetta skemmtileg áskorun sem tók ţó vissulega á en samstarf okkar Röggu og allra ţeirra sem komu ađ verkefninu var til fyrirmyndar og auđveldađi mjög vinnuna,“ segir Borghildur Ína.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00