Fara í efni  

Stórt og krefjandi verkefni

Stórt og krefjandi verkefni
Bernharđ og Ragnheiđur kona hans búa í Reykjavík..

Á ţessu ári verđa fjórir áratugir liđnir síđan byggingarnefnd Verkmenntaskólans á Akureyri, sem Haukur Árnason veitti formennsku, fékk umbođ til ađ teikna, hanna og reisa hús VMA á Eyrarlandsholti. Fyrstu skóflustunguna tók ţáverandi menntamálaráđherra, Ingvar Gíslason, á afmćlisdegi Akureyrar, 29. ágúst 1981. Fyrsta skólanefnd skólans var kjörin í janúar 1983 og stađa skólameistara auglýst laus til umsóknar í mars sama ár. Sjö sóttu um: Ađalgeir Pálsson, skólastjóri Iđnskólans á Akureyri, Benedikt Sigurđarson, kennari viđ Stórutjarnarskóla, Bernharđ Haraldsson, kennari viđ Gagnfrćđaskóla Akureyrar, Margrét Kristinsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans á Akureyri, Svavar G. Gunnarsson, kennari viđ Iđnskólann á Akureyri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, kennari, og Tómas Ingi Olrich, konrektor Menntaskólans á Akureyri. Rćtt var viđ ţrjá umsćkjendur; Ađalgeir, Bernharđ og Tómas Inga. Skólanefnd samţykkti samhljóđa á fundi sínum 25. apríl 1983 ađ ráđa Bernharđ frá 1. júní 1983. Hann gegndi stöđu skólameistara til ársins 1999.

Ţví verđur ekki á móti mćlt ađ ţađ var mikiđ og krefjandi verkefni sem skólameistari hins nýja skóla tók ađ sér og oft gaf á bátinn. Bernharđ rifjar hér upp ađdraganda ađ ţví ađ hann sótti um stöđu skólameistara á sínum tíma og fyrstu skref skólans.

Ćtlađi ađ verđa ţýskukennari
 „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri áriđ 1959 og var ađ ţví loknu í eitt ár í Freiburg im Breisgau í Ţýskalandi ađ lćra ţýsku. Ég ćtlađi sem sagt ađ verđa ţýskukennari en ţađ fór á annan veg. Ţví nćst kenndi ég í tvö ár viđ Gagnfrćđaskóla Akureyrar en fór ţá í Háskóla Íslands og lauk áriđ 1966 BA-prófi í landafrćđi, sögu og uppeldis- og kennslufrćđi. Ađ háskólanámi loknu kenndi ég í einn vetur í Gagnfrćđaskóla Vesturbćjar – Gaggó Vest en áriđ 1967 lá leiđ okkar Ragnheiđar norđur og ég fór aftur ađ kenna viđ Gagnfrćđaskólann og var ţar til ársins 1983. Eftir ađ Ingólfur Ármannsson hćtti sem yfirkennari voru framhaldsdeildir Gagnfrćđaskólans orđnar svo stórar ađ Sverrir Pálsson skólastjóri fékk leyfi til ţess ađ ráđa tvo yfirkennara viđ skólann; Magnús Ađalbjörnsson var ráđinn yfirkennari grunnskóladeilda skólans en ég var ráđinn yfirkennari framhaldsdeilda skólans. Ţví starfi gegndi ég veturinn 1981-1982 en síđan var Sverrir í orlofi veturinn 1982-1983 og óskađi eftir ţví viđ skólanefnd ađ ég leysti hann af,“ rifjar Bernharđ upp.

Framhaldsdeildir Gagnfrćđaskólans
Bernharđ segir ađ fyrst hafi framhaldsdeildir Gagnfrćđaskólans, sem skiptust í ţrjú sviđ; viđskiptasviđ, heilbrigđissviđ (sjúkraliđanám) og uppeldissviđ, veriđ tveggja ára nám en ţađ hafi síđan lengst í ţrjú ár. „Viđ vildum ganga alla leiđ og bjóđa upp á fjögurra ára nám sem lyki međ stúdentsprófi. Ţađ fékkst hins vegar ekki og niđurstađan varđ sú ađ í nokkur ár tóku nemendur lokaáriđ til stúdentsprófs í MA, ađ loknu ţriggja ára námi í framhaldsdeild Gagnfrćđaskólans,“ segir Bernharđ og bćtir viđ ađ framhaldsdeildirnar hafi komiđ til sögunnar vegna ţess ađ mikil ţörf hafi veriđ á ţví ađ opna fleiri menntaleiđir og mćta áhuga nemenda á frekara námi. Nemendur hafi viljađ sýna fram á ađ námiđ vćri gott og ţeir hafi almennt sýnt metnađ til ţess ađ standa sig vel.

Ţegar kom ađ ţví ađ ráđa skólameistara Verkmenntaskólans velti Bernharđ vöngum yfir ţví hvort hann ćtti ađ sćkja um. „Morguninn sem umsóknarfresturinn rann út hafđi ég samband viđ Sverri Pálsson, sem var erlendis, ţví ég vildi heyra hvort hann ćtlađi ađ sćkja um stöđuna. Ef svo vćri vildi ég ekki sćkja um. Sverrir sagđi mér ađ hann hefđi ekki hug á ţví ađ sćkja um. Ég ákvađ ţá ađ senda inn umsókn, enda taldi ég ţađ rökrétt í ţví ljósi ađ ţađ nám sem hafđi veriđ í bođi í framhaldsdeildum Gagnfrćđaskólans yrđi ein af ţremur meginstođum hins nýja skóla, hinar vćru Húsmćđraskólinn og Iđnskólinn á Akureyri. Mér fannst ţví, og ég hygg ađ Sverrir hafi veriđ mér sammála um ţađ, ađ eđlilegt vćri ađ einhver úr kennaraliđi Gagnfrćđaskólans sćkti um skólameistarastöđu hins nýja skóla.
Ég viđurkenni fúslega ađ fyrirfram gerđi ég mér ekki ljósa grein fyrir hversu stórt ţađ verkefni var ađ stýra uppbyggingu nýs skóla. Á kerfiđ kunni ég lítiđ og ţurfti ađ eyđa miklum tíma í ađ setja mig inn í ţann hluta starfsins. Og mér gafst ekki mikiđ ráđrúm til ţess ađ marka stefnu um hvernig ég sći hinn nýja skóla, enda var ég enn í starfi skólastjóra Gagnfrćđaskólans ţegar ég var ráđinn skólameistari Verkmenntaskólans og ađ ţví verkefni vildi ég einbeita mér til vors 1983. En fyrst og fremst var ţađ takmark mitt ađ okkur tćkist ađ búa til nýjan og góđan skóla.
Nemendur komu úr ţremur skólum á Akureyri - Húsmćđraskólanum, Iđnskólanum og framhaldsdeildum Gagnfrćđaskólans – og ţar ađ auki var fjórđi hópurinn nemendur úr öđrum byggđarlögum sem höfđu ekki haft möguleika á frekara námi í sinni heimabyggđ en sáu nýja möguleika opnast í ţessum nýja skóla á Akureyri. Verkefniđ var ţví ađ brćđa saman fjóra hópa nemenda úr ólíkum áttum í eina heild.
Annađ og ekki síđur erfitt viđfangsefni ţegar skólinn hófst var húsnćđisleysiđ. Nemendur voru í tímum út um allan bć, mest hafđi skólinn afnot af sjö kennslustofum í Gagnfrćđaskólanum. Viđ vorum líka í Íţróttahöllinni, bćđi í suđurendanum og á efri hćđinni ađ norđan, áfram var kennt í húsnćđi Iđnskólans viđ Ţingvallastrćti, ţar sem nú er Icelandair hótel, og sömuleiđis í gamla Húsmćđraskólanum. Einnig fór verkleg kennsla vélstjórnarnema fram niđri á Oddeyri eins og veriđ hafđi um langt skeiđ. Eđlilega var snúiđ ađ ná skólanum saman sem einni heild á međan kennt var út um allan bć og fyrstu árin var mjög erfitt ađ koma stundatöflum heim og saman vegna ţess ađ nemendur og kennarar ţurftu ađ fara á milli húsa. Ţví voru stundatöflur margra nemenda og kennara ansi götóttar og skóladagurinn teygđist til klukkan sex á daginn. Ţetta fyrirkomulag í skólastarfinu fyrstu árin var rekstrarlega óhagstćtt og áćtlanir menntamálaráđuneytisins og raunveruleikinn fóru ekki alltaf saman. Upphaflega hugmyndin var ađ byggja framhaldsskóla fyrir 650 nemendur, sem var sú stćrđ sem ađ mati Hagstofunnar og lćrđra manna í tölfrćđi myndi mćta eftirspurninni. Ţegar ég hins vegar setti skólann í fyrsta skipti í Akureyrarkirkju 1. september 1984 voru 784 nemendur innritađir, um 130 fleiri en áćtlanir höfđu gert ráđ fyrir. Nemendum fjölgađi hratt og innan fárra ára komust ţeir á annađ ţúsundiđ.“

Bernharđ segir ađ ţađ hafi vissulega veriđ erfitt ađ halda uppi eđlilegu skólastarfi ţegar skólinn var dreifđur um bćinn en ţađ hafi ţó gengiđ vegna ţess ađ nemendur hafi veriđ fullir áhuga og lagt sig fram. „Án ţess ađ ég geti fullyrt neitt um ţađ, ţá er tilfinning mín sú ađ nemendur, kennarar og annađ starfsfólk hafi veriđ í ákveđinni, dulinni samkeppni viđ Menntaskólann, ţeir vildu sanna fyrir sjálfum sér og öđrum ađ hinn nýi skóli vćri verđug menntastofnun,“ segir Bernharđ.

Fyrsta veturinn, áđur en skólinn hóf starfsemi, hafđi Bernharđ ađsetur í Kaupangi eins og Magnús Garđarsson, tćknifrćđingur, sem hafđi eftirlit međ byggingarframkvćmdum viđ Verkmenntaskólann, en fyrstu tvö skólaárin hafđi Bernharđ skrifstofu í húsnćđi Iđnskólans. Áriđ 1986 flutti hann sig síđan upp á Eyrarlandsholtiđ. Ţá var komin ađstađa fyrir stjórnendur og kennara í A-álmunni.

Friđrik Ţorvaldsson fyrsti kennari VMA
„Friđrik Ţorvaldsson, ţýskukennari minn í MA, var fyrsti kennarinn sem ég réđ til starfa viđ Verkmenntaskólann. Ég hitti hann á pósthúsinu viđ Hafnarstrćti í janúar 1984 og viđ tókum spjall saman. Friđrik spurđi mig hvort yrđi kennd ţýska í hinum nýja skóla. Ég játađi ţví og viđ handsöluđum á stađnum ađ hann yrđi ţýskukennari viđ skólann. Síđar, ţegar Friđrik var skipađur kennari viđ VMA, gerđi ráđuneytiđ athugasemd viđ ađ svo fullorđinn mađur vćri skipađur kennari, en Friđrik var ţá 61 árs gamall.
Almennt gekk vel ađ ráđa kennara ađ skólanum og um sumar stöđur fengum viđ margar umsóknir. Margir kennarar sem höfđu kennt viđ bćđi Iđnskólann og framhaldsdeildir Gagnfrćđaskólans sóttu um.“

Sem fyrr segir var Verkmenntakólinn settur í fyrsta skipti 1. september 1984 í Akureyrarkirkju og segist Bernharđ minnast ţess ađ hann hafi haldiđ allt of langa skólasetningarrćđu. Einnig fluttu ávörp Sigfríđur Ţorsteinsdóttir, forseti bćjarstjórnar Akureyrar, og Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráđuneytinu, fyrir hönd Ragnhildar Helgadóttur, ţáverandi menntamálaráđherra. Séra Ţórhallur Höskuldsson, prestur viđ Akureyrarkirkju, flutti bćn, tónlist viđ athöfnina fluttu Gyđa Halldórsdóttir, orgelleikari, og Gréta Baldursdóttir, fiđluleikari. Viđ skólasetninguna var fjöldi bođsgesta  auk nemenda og starfsmanna hins nýja skóla. Kirkjubekkirnir voru ţétt setnir.

Fyrsta skólaáriđ voru um tveir ţriđju hlutar nemenda frá Akureyri og flestir hinna komu af Norđausturlandi. Kennt var á fimm sviđum; heilbrigđissviđi, hússtjórnarsviđi, tćknisviđi, uppeldissviđi og viđskiptasviđi. Flestir voru nemendur á tćkni- og viđskiptasviđi, hvort sviđ međ á ţriđja hundrađ nemendur.

Í mörg horn var ađ líta viđ undirbúning skólahaldsins og ţar ađ auki voru byggingarframkvćmdir í fullum gangi. Ţegar B-álman, bóknámsálman, kom til sögunnar var, má heita, drullusvađ fyrir utan skólann og ţví bárust mikil óhreinindi inn á teppaflísarnar í nýju álmunni. Bernharđ og Baldvin Bjarnason, ađstođarskólameistari, skutu á fundi međ nemendaráđi og niđurstađan var sú ađ allir fćru úr skónum ţegar inn í skólann var komiđ. Ţetta virtu nemendur í hvívetna og fóru ekki eftir ţađ inn á skítugum skónum.

Stoltur af herminum og fjarkennslunni
Ţegar Bernharđ lítur til baka segist hann öđru fremur vera stoltur af tveimur hlutum á starfstíma sínum viđ VMA. Annars vegar ţegar skólinn keypti vélarrúmshermi, ţann fyrsta á Íslandi, sem var heilmikil fjárfesting á ţessum tíma, kostađi um tvćr og hálfa milljón króna, en var afar mikilvćgur fyrir kennslu í vélstjórn og varđ til ţess, ađ innan fárra ára var unnt ađ bjóđa upp á fullt nám, sambćrilegt viđ nám í Vélskóla Íslands. Hins vegar segist hann vera montinn af ţví ađ hafa greitt götu fjarkennslu viđ VMA. Hugmyndin ađ fjarkennslunni hafi komiđ frá Adam Óskarssyni og Hauki Ágústssyni og hann hafi ekki haft hugmynd um hvađ ţeir voru ađ tala um ţegar ţeir komu á hans fund međ ţessa hugmynd. „Ég sagđi viđ ţá: „Ég hef ekki hugmynd um hvađ ţiđ eruđ ađ tala um en ég skal styđja ykkur.“ Og ţar međ fór fjarkennslan af stađ og viđ byrjuđum međ fjórtán nemendur, en nokkrum árum seinna náđu ţeir rúmlega sjö hundruđum! Eftir ađ viđ hófum fjarkennsluna var ég ítrekađ skammađur í menntamálaráđuneytinu fyrir ţessa fráleitu vitleysu. En máliđ var bara ađ ţađ var enginn viđbótarkostnađur, nemendur borguđu námskostnađinn, tölvurnar áttum viđ og húsnćđiđ sömuleiđis. Ráđuneytismennirnir höfđu ţví fátt viđ ađ styđjast ţegar ţeir skömmuđu okkur. Nú er fjarkennsla skólans gćđavottuđ, líklega sú eina í landinu. Ţetta var ţví mikiđ gćfuspor,“ segir Bernharđ.

Í dagsins önn
Bernharđ segir ekkert launungarmál ađ ţađ hafi veriđ stórt og erfitt verkefni ađ byggja upp nýjan skóla en erfiđustu glímuna hafi hann ţó háđ viđ sjálfan sig, ađ taka ekki feilspor í vinnu sinni sem skólameistari nýs skóla. Hann hafi í starfi sínu horft til Sverris Pálssonar sem fyrirmyndar, sem bćđi hafi kennt honum á sínum tíma og veriđ yfirmađur hans til fjölda ára í Gagnfrćđaskólanum.
„Fyrst og fremst var vinna mín fólgin í stjórnun skólans frá degi til dags en ég kenndi jafnframt í nokkur ár hagrćna landafrćđi á viđskiptasviđi. Ég minnist ţess ađ ég kenndi í suđurstofu í Íţróttahöllinni og síđar í B-álmunni á Eyrarlandsholti. Ţá var ekki búiđ ađ innrétta stofurnar og viđ kenndum í stórum sal ţar sem voru hvorki borđ né stólar. Nemendur sátu ţví á gólfinu og hlýddu á bođskap minn. Í hinum enda salarins kenndi Ađalgeir Pálsson rafmagnsfrćđi og honum lá hátt rómur. Gárungarnir sögđu ađ ég yrđi útlćrđur rafvirki eftir ţennan vetur,“ rifjar Bernharđ upp og hlćr. „Ţađ var ţröngt setiđ en ţađ var nemendum og kennurum kappsmál ađ ţetta myndi allt ganga.“

Bernharđ segir starf skólameistarans hafa veriđ ákaflega fjölbreytt, verkefnin mörg, sum flókin, önnur ekki. Hann hafi setiđ marga fundi, kennarafundi, stjórnendafundi, skólastjórnarfundi sem og skólanefndarfundi og byggingarnefndarfundi. Viđ ţetta hafi bćst fundir međ stjórnendum annarra framhaldsskóla, bćđi á Norđurlandi og í Reykjavík, sem og ráđuneytisfólki. Eitt skólaáriđ segist hann hafa fariđ um 20 ferđir til Reykjavíkur! „Ţá er komiđ ađ mikilvćgasta verkefninu, samstarfinu viđ nemendur. Ţar sem ţeir voru svona  margir, var alveg útilokađ, ađ ég kynntist ţeim öllum og ţví var gjarnan spurt: „Hverra manna ertu?“ eins og sjá má á Mínervu ţessara tíma og augljóst er, ađ margir nemendur ţekku mig alls ekki í sjón. Ţađ gerđi mér lífiđ léttara, ađ skólinn bjó yfir frábćru og metnađarfullu starfsfólki, sem átti sinn ţátt í ađ skapa ţađ góđa andrúmsloft, sem í skólanum ríkti.“

Ađalgeir Pálsson var ađstođarskólameistari fyrsta áriđ en síđan tók Baldvin Jóh. Bjarnason viđ starfinu og gegndi ţví til 1988. Ţá tók Haukur Jónsson viđ. Baldvin leysti Bernharđ af sem skólameistari 1988-1989 ţegar hann var í námsleyfi í Kaupmannahöfn og stundađi framhaldsnám í hagrćnni landafrćđi viđ Geografisk Institut og Haukur leysti hann einnig síđar af um ţriggja mánađa skeiđ haustiđ 1990.

Í námsleyfum sínum skrifađi Bernharđ tvćr kennslubćkur í hagrćnni landafrćđi. Síđar skrifađi hann bćkurnar Um verkmenntun viđ Eyjafjörđ og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004 (2004) og Gagnfrćđaskóli Akureyrar. Saga skóla í sextíu og sjö ár (2009) og í nokkur ár kom hann ađ lokagerđ ritunar ábúendatals í Eyjafirđi framan Glerár og Varđgjár frá landnámi til 2000, sem Stefán Ađalsteinsson skrifađi. Ţetta mikla verk gaf Sögufélag Eyfirđinga út í sex bindum á síđasta ári.

Grúskađ í Skriđuhreppi hinum forna á nítjándu öld
Frá 2009 hefur ćttfrćđigrúsk og gerđ ábúendatals í Skriđuhreppi hinum forna á nítjándu öld, veriđ meginviđfangsefni Bernharđs og er sú vinna á lokametrunum. „Í ţessu riti beiti ég í grunninn sömu ađferđum og viđ ritun ábúendatalsins í Eyjafirđi en ég hef kafađ dýpra og fjalla ítarlegar um fólk. Ég studdist viđ bćkur Eiđs Guđmundssonar á Ţúfnavöllum og fyllti frekar út í. Fór í kirkjubćkur og bćtti viđ upplýsingum sem ţar er ađ finna. Einnig eru miklar upplýsingar í vísitasíubókum presta en ţeir voru ţó misduglegir ađ fćra upplýsingar til bókar. Einnig var gullnáma ađ komast í upplýsingar um barneignir utan hjónabands. Allar ţćr upplýsingar eru til skráđar á Ţjóđskjalasafni og eru merkilegur fróđleikur. Einnig skođađi ég flutninga fólks úr Skriđuhreppi til Vesturheims. Kristján Sigfússon á Ytra-Hóli hafđi unniđ gríđarlegt starf viđ söfnun upplýsinga og ég sat löngum stundum hjá honum á Akureyri og síđar var ég mikiđ hjá Oddi F. Helgasyni hjá ORG Ćttfrćđiţjónustu, enda hafđi Kristján miđlađ ţeim fróđleik sem hann hafđi aflađ til Odds. Vinnan viđ ţetta ábúendatal er á lokastigi og ég vćnti ţess ađ ţetta grúsk mitt síđustu árin komi út á bók áđur en langt um líđur,“ segir Bernharđ Haraldsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00