Fara í efni

Sóttvarnir í skólastarfi

Skólastarfi í VMA þarf að breyta vegna Covid-19 og sóttvarnareglna. Með breyttu skipulagi og því hvernig hægt er að framfylgja sóttvarnareglum er áhersla á tvennt; annars vegar að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart námi nemenda og að gera starfsumhverfi nemenda og starfsmanna eins öruggt og hægt er. 

Hlutverk nemenda í sóttvörnum er afar mikilvægt og bið ég nemendur að lesa vel þessi tilmæli sem sett hafa verið fram hvað varðar sóttvarnir. 

Breytingar vegna kennslu og viðveru hvers og eins nemanda kemur fram í öðrum leiðbeiningum. Upplýsingar um skólastarfið verða uppfærðar á heimasíðu skólans og með tilkynningum til nemenda og forráðamanna í tölvupósti. Frá 6. október 2020 fer allt bóknám í fjarnám og einungis hægt að vera með kennslu í list- og starfnámi í  hópum sem telur 30 nemendur eða færri. Nemendur á starfsbraut og brautabrú mæta í skólann eftir því skipulagi sem sett hefur veirið upp. 

Skólinn fylgir leiðbeiningum um skólastarf frá Mennta- og menningamálaráðuneyti en þær leiðbeiningar hafa verið útfærðar í samvinnu við sóttvarnalækni. 

Nemendum ber að fara eftir þeim reglum sem hafa verið settar innan skólans og fara eftir fyrirmælum kennara og annars starfsfólks. Saman höfum við það verkefni að geta haldið úti sem bestu skólastarfi og framfylgja sóttvörnum. 

Grunnurinn að þessum sóttvörnum eru: 

  • Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna. 

  • Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.

  • Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.  

Skipting skólabyggingarinnar í svæði 

  • Skólabyggingunni er skipt niður í ákveðin svæði en vegna fjölbreytileika skólans þurfa nemendur að fara eitthvað á milli þessarra svæða. - frá 6. október 2020 fer allt bóknám í fjarnám og einungis hægt að vera með kennslu í list- og starfnámi í  hópum sem telur 30 nemendur eða færri. Nemendur á starfsbraut og brautabrú mæta í skólann eftir því skipulagi sem sett hefur veirið upp. 

  • Búið er að líma örvar á gólf sem sýna gönguleiðir, eftir göngum gildir hægri reglan.

  • Nemendur þvo sér um hendur eða nota handspritt þegar þeir fara úr einu svæði yfir í annað. 

  • Hvert verkstæði í iðnnámi er eitt svæði. 

  • Hver bóknámsálma er eitt svæði (B, C og D álma)

  • Listnámsbrautarstofur á efri hæð eru eitt svæði.

  • Bókasafnið er eitt svæði.

  • Gryfjan er eitt svæði.

  • M01 og M03 eru eitt svæði.

  • M11 - íþróttaðstaða í kjallara er eitt svæði.

  • Nemendur fara aldrei á milli svæða nema til að fara í næstu kennslustund.  

  • Gangar eru einungis til að fara á milli stofa. Frá 6. október er grímuskylda alls staðar í skólanum. 

  • Öll hópamyndun á göngum eða í öðrum rýmum skólans er stranglega bönnuð. Tekið verður mjög strangt á því fari nemendur ekki eftir fyrirmælum um hópamyndanir, m.a. verður brugðist við með því að nemendur fá ekki að mæta í kennslustundir í skólanum.

Nemendur nota mismunandi inn- og útganga eftir því hvar þeir eru í kennslustund. Búið er að setja upp merkingar við alla þrjá inngangana. 

  • Vesturinngangur (sem snýr að Hlíðarfjalli)

    • verkstæði byggingadeildar (E-stofur)

    • M03

    • M-11 (kjallari)

    • D-álma

    • náms- og starfsráðgjafar

  • Norðurinngangur (sem snýr að Mímisbraut)

    • verkstæði rafiðna (F-stofur)

    • kennslustofur listnáms á efri hæð (G-stofur)

    • matvælabraut (G-stofur)

    • C-álma

    • M01

    • FabLab smiðja

    • skólasálfræðingur

  • Austurinngangur (snýr að Vaðlaheiði og styttunni af Þór)

    • verkstæði og kennslustofur vélstjórnar (I-stofur)

    • verkstæði málmiðngreina (H-stofur)

    • verkstæði bíliðngreina (H-stofur)

    • B-álma

    • A-álma - vinnurými kennara, aðalskrifstofa og skrifstofur stjórnenda

Dæmi: Nemandi sem fer í fyrsta tíma í D-álmu kemur inn í skólann um vesturinngang. Fari nemandi síðan í kennslustofu í B-álmu fer hann út úr skólahúsnæðinu um austurinngang. Muna að nemendur sem fara á milli svæða þurfa að þvo sér um hendur eða nota handspritt þegar farið er á milli. Nemendur eru beðnir um að virða þessa stýringu á flæði nemenda inn og út úr byggingum skólans svo ekki þurfi að grípa til harðra aðgerða.  

Mötuneyti í Gryfju verður opið og hægt að fá heitan mat í hádegi ásamt öðrum veitingum í samræmi við heilsueflandi framhaldsskóla. Aðstaða í Gryfju er einungis fyrir þá sem borða þar. Fjöldatakmörkun er í Gryfju og einungis 95 nemendur geta verið þar á sama tíma, nemendur þurfa að virða 2-1 metra regluna og spritta hendur fyrir og eftir dvöl í Gryfjunni. Hópamyndun í Gryfju er stranglega bönnuð eins og í öðrum almennum rýmum skólans. Frá 6. október er mötuneytið lokað. 

Nemendur með eigið nesti geta komið í Gryfjuna en aðstaða fyrir samlokugrill og örbylgjuofn verður ekki í boði. 

Bókasafnið verður opið og verður takmarkaður fjöldi þar á hverjum tíma og sæti/vinnuaðstaða miðuð við 1 metra regluna. Nemendur geta fengið lánaðar fartölvur til notkunar á skólatíma á bókasafninu eins og verið hefur. Tölvustofa á bókasafni verður lokuð fyrst um sinn. Hópamyndun á bókasafninu er stranglega bönnuð eins og í öðrum almennum rýmum skólans. Frá 6. október er grímuskylda alls staðar í skólanum. 

Notkun á tölvum skólans

Ef nemendur nota tölvur í tölvustofum skólans skal fara eftir þeim sóttvörnum og sótthreinsun sem til er ætlast. Leiðbeiningar verða í þeim stofum sem við á. Tölvustofur eru læstar. Nemendur eru hvattir til að vera með eigin fartölvur í skólanum og forðist að aðrir en eigandi tölvunnar sé að nota hana. Nemendur mega ekki nota tölvur í FabLab smiðju nema þeir séu í kennslustund þar undir umsjón kennara. 

Íþróttakennsla

Gert er ráð fyrir að íþróttatímar verði meira og minna í formi útikennslu til að byrja með. Sturtur og búningsklefar eru lokaðir. Nánari upplýsingar koma frá íþróttkennurum. 

Hlutverk nemenda 

  • Handþvottur með sápu og vatni í a.m.k. 20 sekúndur er mikilvægasta forvörnin, þvoið hendur áður en þið komið í skólann, í skólanum og áður en þið farið úr skólanum. 

  • Ef ekki er aðstaða til handþvottar þá notið handspritt sem er í hverri álmu/svæði. Nemendur geta jafnframt notað eigin handspritt í litlum umbúðum ef þeir óska þess. 

  • Nemendur taka þátt í að sótthreinsa kennslustofur á milli hópa. Nemendur í verklegum áföngum í iðn-, starfs- og listnámi þurfa að sótthreinsa sitt vinnusvæði og þau áhöld sem notuð eru í kennslustundinni. Leiðbeiningar um sótthreinsun verða í hverri kennslustofu. Nemendur fari eftir þeim fyrirmælum sem sett eru um sóttvarnir og þátttöku nemenda í sótthreinsun. 

  • Virðum nándarmörk. Í kennslu í framhaldsskólum er heimilt að nota einn metra í samskiptum. Reglan er að við notum tveggja metra regluna eins og hægt er og notum eins metra fjarlægð á milli kennara og nemenda einungis þegar þess þarf. Það sama á við milli nemenda.

  • Í einhverjum tilfellum þurfa nemendur og starfsmenn að nota grímu sem hylur nef og munn í kennslustundum. Ætlast er til að nemendur komi sjálfir með eigin grímur sé krafa um það í kennslunni. Nemendur sem vilja nota grímur og hanska í skólanum er það að sjálfsögðu heimilt en komi þá sjálfir með eigin búnað því að alla jafna er ekki gerð krafa um grímu og hanska í skólastarfi. Þeir sem nota grímu og/eða hanska þurfa að kynna sér rétta notkun á þessum hlutum og farga þeim á viðeigandi hátt í almennt rusl. Frá 6. október er grímuskylda alls staðar í skólanum. 

  • Grímur og hanskar koma aldrei í staðinn fyrir aðrar persónulegar sóttvarnir s.s. handþvott, sprittun og nándarmörk. 

Nemandi sem er veikur eða hefur grun um að hann sé smitaður, kemur alls ekki í skólann nema eftir að hafa haft samband við heilsugæsluna á Akureyri. 

  • Helstu einkenni einkenni COVID-19 sýkingar minna á venjulega flensu: hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Einkenni frá meltingarfærum (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Breytingu, eða tapi á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga.

  • Sýni nemandi einkenni á skólatíma er hann tafarlaust sendur heim. Haft verður samband við forráðamenn nemenda yngri en 18 ára. Nemandi sem sýnir einkenni verður að setja upp grímu og hanska á meðan beðið er eftir því að hann verði sóttur. Mikilvægt er að nemandi með kvefeinkenni fari eftir þeim fyrirmælum sem hann fær frá starfsfólki skólans. 

  • Nemandi sem greinist með Covid-19 skal tafarlaust tilkynna það til skólameistara. Smitrakning og fyrirmæli um einangrun eða sóttkví koma frá smitrakningateymi Almannavarna, engum öðrum. 

  • Nemandi sem hefur farið í Covid-19 sýnatöku kemur ekki í skólann fyrr en hann hefur fengið niðurstöðu úr sýnatökunni. 

  • Nemendur í sóttkví mega alls ekki koma í skólann fyrr en að lokinni sóttkví. 

  • Nemendur eru almennt hvattir til að hitta aðeins nánustu vini utan skólans og forðast fjölmenni með fólki sem það umgengst lítið eða ekkert. 

  • Heimavistin er aðeins fyrir íbúa heimavistarinnar og gestir ekki leyfðir.

Skólinn biður alla nemendur og starfsmenn um að vera með C-19 rakninga-appið uppsett og kveikt á því í símum sínum, utan sem innan skólans.

Þurfi nemendur að vera í einangrun eða í sóttkví verður unnið að því að finna lausnir varðandi þátttöku í námi. Það verður gert í samstarfi við stjórnendur og nemendur/forráðamenn. 

Að lokum

  • Ef þú hefur áhyggjur, ræddu málin við umsjónarkennara, sviðsstjóra, náms- og starfsráðgjafa eða aðra innan skólans sem þú treystir. Upplýsingar um stjórnendur og nemendaþjónustu VMA eru á heimasíðu skólans. 

  • Foreldrum er velkomið að hafa samband við umsjónarkennara eða stjórnendur.

  • Það er eðlilegt að vera óöruggur í upphafi annar og við þessar aðstæður, það tekur okkur öll tíma að aðlagast og læra að vinna í þessum aðstæðum.

  • Verum þolinmóð og gefum okkur tíma - við getum ekki breytt þeim aðstæðum sem veiran setur okkur í en við getum frekar ráðið því hvernig við bregðumst við og gert okkar besta. 

  • Ræktum vinasambönd.

  • Verið skipulögð í náminu og nýtið tímann vel í kennslustundum.

  • Það er auðveldara að takast á við breytingar ef við notum húmor og jákvæðni. 

Þetta skipulag var sett upp í byrjun haustannar 2020. Endurskoðun fer fram eftir því sem við á. 

frá 6. október 2020 fer allt bóknám í fjarnám og einungis hægt að vera með kennslu í list- og starfnámi í  hópum sem telur 30 nemendur eða færri. Nemendur á starfsbraut og brautabrú mæta í skólann eftir því skipulagi sem sett hefur veirið upp. 

Breytingar á skólastarfi getur orðið fyrirvaralaust komi upp smit eða vegna fyrirmæla frá Almannavörnum. 

 

Eyrarlandsholti, 6. október 2020

Sigríður Huld Jónsdóttir

 skólameistari VMA