Fara í efni

Söngkeppni VMA - lög og flytjendur

Þá styttist í stóru stundina - Sturtuhausinn - Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri verður haldin með pompi og pragt í Menningarhúsinu Hofi nk. fimmtudag, 18. febrúar, kl. 20. Söngkeppnin er jafnan einn af hápunktunum í félagslífinu á hverjum vetri og er óhætt að mæla með fjölbreyttu og frábæru kvöldi því vandað verður til umgjarðarinnar og eins og sjá má á lagalistanum hér að neðan er tónlistin af ýmsum toga, bæði innlend og erlend. Að þessu sinni er 21 lag skráð til leiks, sem eru enn fleiri lög en voru skráð í keppnina í fyrra.

Hljómsveitin í ár skipa engir aukvisar: Tómas Sævarsson hljómborðsleikari er hljómsveitarstjóri, Stefán Gunnarsson spilar á bassa, Hallgrímur Jónas Ómarsson á gítar og Valgarður Óli Ómarsson  á trommur. 

Kynnar á Söngkeppninni verða VMA-kennararnir Börkur Már Hersteinsson og Anna Berglind Pálmadóttir.

Miðasala í fullum gangi á annars vegar á Mak.is og hins vegar Tix.is.

Keppandi Lag Flytjandi
Tinna Björg Traustadóttir Hold it against me Britney Spears
Örn Smári Jónsson Torn heart Frumsamið
Elísa Ýrr Erlendsdóttir You know I´m no good Amy Winehouse
Gísli Björgvinsson Eitrað líf Frumsamið
Guðmundur Kári Þorgrímsson Impossible James Arthur
Ingibjörg Dís  Back to black Amy Winehouse
Sindri Snær Konráðsson Dimmar rósir Tatarar
Valgerður Þorsteinsdóttir I'd rather go blind Beyoncé
Kristín Tómasdóttir Á leiðinni heim Frumsamið
Petra Sif Lárudóttir Ég fer ekki neitt Sverrir Bergmann
Inga Líf Ingimarsdóttir Love yourself Justin Bieber
Valdís Jósefsdóttir Norðurljós Ragnheiður Gröndal
Svana Rún Alladóttir Yours Ella Hendersson
Eyþór Arnar Alfreðsson Heaven Warrant
Unnur Eyrún Kristjánsdóttir Ég veit þú kemur Eyjalag
Hilda Sigurðardóttir We don't have to take our clothes off Ella Eyre
Ágúst Gestur Guðbjargarson Tvær stjörnur Megas
Elísabet Ósk Magnúsdóttir When we were young Adele
Anton Líní Hreiðarsson Friendship Frumsamið
Ingibjörg Dís & Oddrún Inga Someone like you Adele