Fara efni  

Jlasniglar sveimi VMA

Jlasniglar  sveimi  VMA
Skli Gauta og Baldvin B. Ringsted ri 1990.
ar sem einungis er tpur mnuur til jla er sta til ess a fara ofan kistu og huga a gmlum, og klassskum jlalgum. Eitt eirra sker sig r a v leyti a a er rokkara en mrg nnur nefnilega Jlahjl me eirri vkunnu hljmsveit Sniglabandinu. a vill svo skemmtilega til a tveir af eim sem voru hljmsveitinni eru n kollegar rum vettvangi sem starfsmenn Verkmenntasklans Akureyri Skli Gautason, flagsmlafulltri og TN-kennari, sem samdi lag og texta Jlahjls snum tma, og Baldvin B. Ringsted, kennslustjri tknisvis VMA, sem var gtarleikari Sniglabandinu.

Þar sem einungis er tæpur mánuður til jóla er ástæða til þess að fara ofan í kistu og huga að gömlum, og klassískum jólalögum. Eitt þeirra sker sig úr að því leyti að það er rokkaðra en mörg önnur – nefnilega „Jólahjól“ með þeirri víðkunnu hljómsveit Sniglabandinu. Það vill svo skemmtilega til að tveir af þeim sem þá voru í hljómsveitinni eru nú kollegar á öðrum vettvangi – sem starfsmenn Verkmenntaskólans á Akureyri – Skúli Gautason, félagsmálafulltrúi og TÓN-kennari, sem samdi lag og texta Jólahjóls á sínum tíma, og Baldvin B. Ringsted, kennslustjóri tæknisviðs VMA, sem þá var gítarleikari í Sniglabandinu.

Þeir félagarnir voru beðnir um að rifja upp tilurð þessa margvinsæla jólalags, sem svo sannarlega hefur lifað með þjóðinni í meira en aldarfjórðung.
Skúli: Ég held að ég hafi aldrei verið eins lengi að semja nokkurt lag og þetta. Þegar Sniglarnir – bifvélasamtök lýðveldisins – urðu til vorum við í nokkrum vandræðum að skilgreina fyrir hvað við stæðum. Við vildum ekki tengja okkur við Hells Angels eða önnur rustafengin samtök. Enda vorum við þessir góðhjörtuðu gæjar sem hjálpuðu gömlum konum yfir götur, hvort sem þær vildu það eða ekki! Á þessum tíma sömdum við slatta af lögum sem mörg voru einlægar bernskuminningar mótorhjólatöffaranna – frá þríhjólinu og upp í bifhjólið.  Nokkru áður en Sniglabandið varð til rukum við Þormar Þorkelsson í stúdíó og tókum upp lög fyrir tveggja laga plötu – annað þeirra heitir Þríhjól og hitt er Jólahjól. Platan var gefin út í 500 eintökum og seldist upp. Eftir að Sniglabandið varð til hafði Bjarni Bragi bassaleikari orð á því að það væri eitthvað í þessu lagi, Jólahjóli, sem væri ástæða til þess að vinna frekar með. „Við skulum fara með þetta í stúdíó og gera almennilegan rokkara úr þessu,“ sagði Bjarni Bragi og það varð úr. Við fórum í stúdíó til Júlíusar heitins Agnarssonar og hann hvatti okkur mjög til dáða. Lagið kom síðan út og við fengum þá tilfinningu að við værum með nokkuð góðan grip í höndunum.
Baldvin: Við reiknuðum reyndar ekki með þessum ofurvinsældum lagsins en engu að síður áttum við von á því að  það myndi eitthvað heyrast. En ég held að það hafi engan órað fyrir því hversu gríðarlega vinsælt lagið varð strax.
Skúli: Og ekki síður hefur komið mér á óvart hversu langlíft lagið hefur orðið. Það kom út árið 1987 með Sniglabandinu og enn þann dag í dag heyrist það oft á öldum ljósvakans.
Baldvin: Ég kom fyrst inn í Sniglabandið sem gítarleikari árið 1985 en var þá í skamman tíma í hljómsveitinni. Kom síðan aftur inn í hljómsveitina árið 1987, sama ár og Jólahjól var tekið upp, og spilaði í henni til 1990. Það má því segja að ég hafi verið í hljómsveitinni á hátindi frægðar hennar í jólageiranum. Mér hefur fundist þetta lag hafa elst ótrúlega vel og mér þykir alltaf vænt um það.
Skúli: Sniglabandið gaf út jólaplötuna „Jól, meiri jól“ árið 2009 og þá tókum við gömlu upptökurnar af Jólahjóli og endurblönduðum þær. Áferðin á laginu breyttist töluvert við þetta. Ef farið er aftur til ársins 1987 þegar Sniglabandið gaf lagið fyrst út verður að segjast eins og er að þá var hljómurinn á plötunum ekki alveg nógu góður. En þótt nýja útgáfan frá 2009 sé vandaðri er mikill sjarmi yfir þessari gömlu og staðreyndin er sú að nýja útgáfan heyrist eiginlega aldrei. Menn vilja hlusta á lagið í upprunalegu útgáfunni.
Baldvin: Það má lýsa Sniglabandinu á þessum tíma á þann veg að hún hafi verið að leita að sjálfri sér. Það vafðist svolítið fyrir mönnum hvort hljómsveitin væri mótorhjólatöffarahljómsveit eða danshljómsveit. Um tíma var tekið upp nýtt nafn á sveitina, Pörupiltar, smá tilraun til þess að fjarlægjast mótorhjólaheiminn, en fljótlega var horfið frá því og menn héldu sig við Sniglabands-nafnið. Kannski má segja að hljómsveitin hafi ekki náð að finna sína fjöl að marki fyrr en eftir minn tíma í hljómsveitinni. Í grunninn hefur Sniglabandið alltaf verið rokkhljómsveit, enda ólust liðsmenn hljómsveitarinnar fyrst og fremst upp í rokkinu. Við Skúli voru báðir á þessum tíma í mótorhjólabransanum og erum reyndar ennþá að. Og okkur tókst að fá Stebba Hilmars, sem þá var söngvari í Sniglabandinu, til þess að keyra mótorhjól eins og herforingi.
Skúli: Skúlabandið lifir ennþá góðu lífi, sem er sennilega fyrst og fremst vegna þess að hljómsveitin er og hefur alltaf verið tengd sterkum vinaböndum. Kannski má segja að við séum meira vinahópur en hljómsveit. Við erum alltaf annað slagið að koma saman og í dag, föstudag, verðum við á Rás 2, í tilefni af 30 ára afmæli hennar, með útvarpsþátt í beinni útsendingu, eins og við höfum oft í gegnum tíðina verið með, þar sem hlustendur geta hringt inn og pantað óskalög. Við þurfum einhvern veginn lítið að æfa. Við komum bara saman og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið síðast.
Baldvin: Tengslin og vináttan er svo djúp að menn geta botnað setningar hver annars áður en fyrri hlutinn er sagður. Menn þurfa lítið sem ekkert að æfa. Ég dett alltaf annað slagið inn í hljómsveitina og þó svo að maður hafi ekki spilað einhver lög í fimmtán ár, þá eru þau á sínum stað og það þarf lítið fyrir því að hafa að ná þeim fram.
Skúli: Einhver sagði að hljómsveitir hættu aldrei og satt best að segja er ekkert á stefnuskránni að leggja Sniglabandið niður. En það má kannski segja að við séum orðnir vandlátari á „gigg“ en áður. Við eigum það til að taka Jólahjól, en vandamálið er að lagið var skrifað upp í munninn á Stebba Hilmars og það er sungið í ómennskri hæð. Við þurfum því að syngja lagið áttund neðar en á sínum tíma og þá fer dálítið mikil orka úr laginu. Þetta er klárlega vinsælasta lagið sem ég hef gert um dagana. Í þessu sambandi rifjast upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum var sýnd kvikmyndin „About the Boy“ með Hugh Grant, um son manns sem hafði samið eitt jólalag og sonurinn lifði bara á gjöldum af þessum jólalagi föðurins og vann ekki handtak. Þegar myndin var sýnd hringdu blaðamennirnir í stórum stíl í mig og spurðu hvort ég synti ekki í seðlum vegna STEF-gjalda af Jólahjóli. Ég sagði þeim að svo væri nú reyndar ekki en ég miðaði við að STEF-gjöldin dygðu fyrir jólagjöf handa konunni!

---

Í þá daga voru ekki gerð jafn íburðarmikil myndbönd við lög eins og þekkist í dag. Hér er útgáfa af því þegar Sniglabandsmenn brugðu á leik á Stöð 2, en reyndar vantar hér Baldvin B. Ringsted. Samskonar sprell var tekið upp í Sjónvarpinu, en ekki hefur tekist að finna þá útgáfu.

Skúla Gautasyni er ekki kunnugt um að fleiri en Júlí Heiðar og Karen Páls hafi spreytt sig á að gefa út Jólahjól.

Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin árið 1990, eru þeir Baldvin og Skúli lítt þekkjanlegir. En svona til samanburðar er hér splunkuný mynd af þeim félögum. Þetta er kunnuglegri útgáfa!

En svona í lokin. Hér er texti Skúla Gautasonar að þessu ódauðlega jólalagi, Jólahjól:

Undir jóla hjóla tré
er pakki.
Undir jóla hjóla tré
er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn.

Skyld'a vera jólahjól?
Skyld'etta vera jólahjól?
Skyld'a vera jólahjól?
Skyld'etta vera jólahjól?

Úti í jólahjólabæ slær klukka,
úti í jólahjólabæ hringir jólahjólaklukkan jólin inn.
Ég mæni útum grá glugga
og jólasveinninn glottir bakvið ský
út í bæði.

Skyld'a vera jólahjól?
Skyld'etta vera jólahjól?
Skyld'a vera jólahjól?
Skyld'etta vera jólahjól?

Mamma og pabbi
þegja og vilja ekkert segja.

Skyld'a vera jólahjól?
Vona að þetta sé nú jólahjól.
Að þetta sé nú jólahjól.
óóóójeeeee.

Undir jóla hjóla tré
er pakki.
Undir jóla hjóla tré
er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
út í bæði.

 

 

 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.