Fara í efni  

Samningur Ţórdunu og MAK um sýningar á Ávaxtakörfunni

Samningur Ţórdunu og MAK um sýningar á Ávaxtakörfunni
Ólafur og Kristín Sóley undirrita samninginn.

Síđastliđinn föstudag var undirritađur samningur Ţórdunu og Menningarfélags Akureyrar um sýningar Leikfélags VMA á Ávaxtakörfunni í stóra sal Menningarhússins Hofs í febrúar á nćsta ári. Fyrir hönd Ţórdunu skrifađi Ólafur Göran Ólafsson Gros formađur Ţórdunu undir samninginn en Kristín Sóley Björnsdóttir viđburđastjóri MAK fyrir hönd Menningarfélagsins.

Frumsýning á Ávaxtakörfunni verđur í Hofi 11. febrúar 2018 og gera áćtlanir ráđ fyrir fjórum sýningum en einnig er möguleiki á aukasýningum ef vel gengur.

Upphaflega var horft til ţess ađ Leikfélag VMA sýndi Ávaxtakörfuna í Samkomuhúsinu eins og í fyrra ţegar félagiđ setti ţar upp Litlu hryllingsbúđina en ţví varđ ekki viđ komiđ vegna ţess ađ húsiđ verđur upptekiđ fyrir önnur verkefni á ţessum tíma. Pétur Guđjónsson viđburđastjóri VMA og leikstjóri Ávaxtakörfunnar segir ánćgjulegt ađ í ţví ljósi hafi Menningarfélag Akureyrar komiđ til móts viđ Leikfélag VMA ţannig ađ unnt vćri ađ koma sýningunni á fjalirnar í Hofi. „Ţađ er bara mjög spennandi verkefni ađ setja Ávaxtakörfuna upp í Hofi – í besta sal hér norđan heiđa – ţar sem ađstađan er eins og best verđur á kosiđ,“ segir Pétur.

Ţó svo ađ langt sé í frumsýningu er vinna viđ undirbúning uppfćrslu á Ávaxtakörfunni hafin fyrir löngu og segir Pétur afar jákvćtt ađ margir nemendur hafi nú ţegar sýnt ţví áhuga ađ taka ţátt í henni, međ ţví annađ hvort ađ leika eđa vinna öll ţau önnur verk sem ţarf ađ vinna. Ţann 10. október nk., á ţriđjudag ađ viku liđinni, verđa prufur í hlutverk í sýningunni og er ţegar byrjađ ađ skrá niđur ţá sem hafa hug á ađ taka ţátt í ţeim. Ađ hálfum mánuđi liđnum ćtti síđan ađ verđa ljóst hvernig verđur skipađ í hlutverk í sýningunni.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00