Fara í efni  

Öđruvísi nálgun í tungumálanámi

Öđruvísi nálgun í tungumálanámi
Hilmar Friđjónsson kennari.

Aukin tćkni á öllum sviđum gerir ţađ ađ verkum ađ unnt er ađ fara út á nýjar áđur óţekktar brautir í kennsluađferđum. Hilmar Friđjónsson kennari viđ VMA dregur ekki dul á ađ hann hafi áhuga á tćkni og hafi ánćgju af ţví ađ ţreifa sig áfram á nýjum og áđur óţekktum brautum. Hann hefur nýtt sér tćknina í stćrđfrćđikennslu og einnig hefur hann prófađ sig áfram á óhefđbundinn hátt í tungumálakennslu.

Hilmar tekur fram ađ hann sé ekki tungumálakennari en hafi hins vegar fengiđ tćkifćri til ţess ađ láta nemendur á brautabrú í VMA spreyta sig núna á haustönn á ţví ađ ţýđa texta kvikmynda yfir á íslensku. Hann segir ađ fyrir nokkrum árum hafi hann ásamt fleiri kennurum í VMA látiđ á ţá hugmynd reyna hvort nemendur hefđu áhuga á slíku og í ljós hafi komiđ ađ ţeir höfđu mikla ánćgju af slíkum ţýđingum. Ţađ sama hafi veriđ uppi á teningnum núna á haustönn, langflestir nemendur hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga og sökkt sér ofan í ţađ.

Hilmar segir ađ upplifun sín af ţví ađ nálgast tungumálakennslu međ ţessum hćtti, međ hjálp tćkninnar, sé afar ánćgjuleg. „Viđ erum eingöngu ađ vinna međ ţetta inn í kennslustofunni sem kennslutćki en afraksturinn fer ekki út á netiđ,“ segir Hilmar.

Ýmsar vefsíđur eru á veraldarvefnum ţar sem unnt er nálgast efni í ţessu skyni – t.d. opensubtitles.org og subscene.com. Og ekki má gleyma vefsíđunni ted.com ţar sem má finna ógrynni af myndböndum međ t.d. fyrirlestrum. Sjá má á síđunni ađ texta sumra ţessara myndbanda hefur veriđ snarađ yfir á íslensku. Hilmar segir ađ tćknin sé í raun engin fyrirstađa og ţví megi vel hugsa sér ađ ţeir nemendur sem eru lengra komnir í t.d. ensku spreyti sig á ţví ađ ţýđa texta slíkra myndbanda á ted.com á íslensku. Ţađ gćti veriđ áhugaverđur kostur í fjölbreytni í tungumálanáminu. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00