Fara í efni  

Nýnemahátíđin nćr hámarki í dag

Nýnemahátíđin nćr hámarki í dag
Ţađ verđur líf og fjör á nýnemahátíđ VMA í dag.
Ţessa viku hefur Ţórduna – nemendafélag VMA stađiđ fyrir ýmsum uppákomum í ţví skyni ađ bjóđa nýnema velkomna í skólann. Hámarki nćr nýnemahátíđin í dag, fimmtudag, ţegar efnt verđur til karnivals á lóđ skólans.

Þessa viku hefur Þórduna – nemendafélag VMA staðið fyrir ýmsum uppákomum í því skyni að bjóða nýnema velkomna í skólann. Hámarki nær nýnemahátíðin í dag, fimmtudag, þegar efnt verður til karnivals á lóð skólans.

„Það hefur ekki verið sambærileg nýnemavika hér áður og að mínu mati hefur þessi nýjung gengið mjög vel til þessa,“ segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu. „Síðastliðinn mánudag kom Eva Reykjalín og tók nýnema í kennslu í zumba, á þriðjudag vorum við með „pokahoppskeppni“ og í gær vorum við með kynningu á klúbbum í skólanum. Í dag nær þessi nýnemahátíð síðan hámarki með karnivali hér á lóð skólans. Við ætlum að byrja klukkan 13 og þar verður ýmislegt í boði. Við dreifum armböndum til nýnema og þeir fá frítt inn á svæðið en það kostar 500 krónur fyrir aðra og fyrir þá upphæð er aðgangur að tækjum, pylsa, gos og kandíflos. Við verðum með tónlist, setjum upp draugahús og fleira. Við viljum hvetja alla til þess að taka þátt í þessu með okkur og skapa hér skemmtilega stemningu,“ segir Hólmfríður Lilja.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00