Fara í efni  

Metakvöld í Gryfjunni í kvöld

Svokallað metakvöld verður í Gryfjunni í kvöld, en þar takast á nágranna- og vinaskólarnir VMA og MA í allskonar óvenjulegum greinum og þrautum og sá skóli sem vinnur fleiri greinar stendur að lokum uppi sem sigurvegari.

Skólarnir skiptast á um að halda keppnina. Síðastliðinn vetur var hún haldin í MA og þá fóru gestgjafarnir með sigur af hólmi. Spurning hvað gerist í kvöld?
VMA-ingar ætla mæta í hvítu og MA-ingar í svörtu.
Húsið verður opnað kl.19:00.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.