Fara í efni  

Međ mörg járn í eldinum

Međ mörg járn í eldinum
Fannar Smári Sindrason.

Fannar Smári Sindrason er sextán ára Eyfirđingur og býr á bćnum Punkti í Eyjafjarđarsveit. Hann er á fyrsta ári í VMA, nánar tiltekiđ í grunnnámi rafiđna. Hann er mikill áhugamađur um ýmiskonar tćknilausnir og lćtur verkin tala, eins og kom fram í viđtali viđ hann í frétta- og mannlífsţćttinum Landanum á RÚV 8. október sl.  

Eftir ađ Fannar Smári fékk ađ gjöf Arduino hugbúnađ fóru hlutirnir ađ gerast. Hann ţróađi ýmsar lausnir međ hjálp ţessa búnađar og ţá kom sér vel ađ hafa lćrt grunnatriđin í forritun á netinu og enskukunnáttan úr Hrafnagilsskóla nýttist sömuleiđis vel. „Ég hef lengi haft áhuga á tćkni, ég veit svo sem ekki alveg af hverju en ţetta ţróađist svona hćgt og rólega,“ segir Fannar Smári. „Ţađ er mjög skemmtilegt ađ halda áfram ađ grúska ţar til mađur er komin niđur á lausnir sem virka,“ bćtir hann viđ.

En Fannar Smári er ekki ađeins iđinn viđ kolann í hinum ýmsu tćknilausnum. Hann hefur einnig mikinn áhuga á myndvinnslu og í samvinnu viđ félaga sinn Tjörva Jónsson hefur hann unniđ auglýsingu fyrir Domino‘s pizza og í farvatninu er auglýsingagerđ fyrir Bautann. Ţeir félagarnir vinna auglýsingarnar undir heitinu „Beam“ (geisli). „Viđ höfum lengi veriđ ađ gera ýmis kynningarmyndbönd sitt í hvoru lagi en frá ţví í síđasta mánuđi höfum viđ unniđ ţetta saman og notum til ţess góđar myndavélar og dróna og síđan klippum viđ auglýsingarnar og fullvinnum ţćr. Ćtlun okkar er ađ ţróa ţetta áfram í framtíđinni.“

Sumarvinna Fannars Smára hefur veriđ fólgin í ţví síđustu ţrjú sumur ađ slá garđa fyrir hina og ţessa í Eyjafjarđarsveit ásamt félaga sínum Kató. Ţeir steyptu nöfnum sínum saman í eitt og kalla ţví sláttufyrirtćkiđ „Fanntó“. Til ađ byrja međ fengu ţeir lánađa heimilissláttuvél foreldra Fannars Smára en ţegar ţeir félagarnir höfđu efni á keyptu ţeir sína eigin sláttuvél. Skýringin á ţví ađ ţeir ákváđu ađ hella sér í ţessa ţjónustu var ósköp einföld: „Okkur vantađi bara pening,“ segir hann og hlćr.

Fannar Smári segir ađ ákvörđun um ađ fara í grunndeild rafiđna í VMA sé engin tilviljun. Sér hafi hugnast mun betur ađ fara í verklegt nám í stađ bóklegs náms og ţetta nám hafi stađiđ nćst sínum áhugamálum. Tíminn verđi ađ leiđa í ljós međ framhaldiđ en eftir grunndeildina telji hann meiri líkur en minni ađ hann haldi áfram í rafeindavirkjun. Hvađ síđan gerist eftir ţađ sé ómögulegt ađ segja en einn af áhugaverđum möguleikum sé vissulega einhvers konar tćkninám eđa jafnvel hugbúnađarverkfrćđi. Allt komi ţetta í ljós í fyllingu tímans.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00