Fara efni  

Lilla Steinka syngur rslitum Sngkeppni framhaldssklanna

Lilla Steinka syngur  rslitum Sngkeppni framhaldssklanna
Lilla Steinke - fulltri VMA Sngkeppninni.

Lilla Steinke, fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna, verður í úrslitum keppninnar í kvöld, laugardagskvöld, í beinni útsendingu á RÚV, þar sem hún flytur lagið Nothing eftir Grétu Karenu Grétarsdóttur. Lilla tryggði sér sæti í úrslitum keppninnar með flottri frammistöðu í forkeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í dag, sem einnig var í beinni útsendingu á RÚV, og verður VMA því einn tólf skóla sem eiga fulltrúa í úrslitunum í kvöld kl. 21:00.

Söngkeppni framhaldsskólanna fagnar 25 ára afmæli í ár. Að þessu sinni eru í dómnefndinni þau Sigríður Thorlacíus, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Krummi Björgvinsson. Í úrslitakeppninni velur dómnefnd þrjú bestu söngatriðin en vinsælasta lag kvöldsins verður valið með símakosningu. 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.