Fara efni  

Lengi hgt a bta vi ekkinguna

Lengi hgt a bta vi ekkinguna
skar r Arnarsson (t.v) og sgeir Hgnason.
Maur tapar aldrei v a bta vi sig ekkingu msum svium, segir Akureyringurinn sgeir Hgnason, sem n stundar nm grunndeild mlminaar VMA, en um komandi jl tskrifast hann sem bi hsa- og hsgagnasmiur fr VMA. Hann horfir til ess a fara framhaldandi tkninm lklega byggingafri enda er sannarlega spurn eftir tknimenntuu flki.

„Maður tapar aldrei á því að bæta við sig þekkingu á ýmsum sviðum,“ segir Akureyringurinn Ásgeir Högnason, sem nú stundar nám í grunndeild málmiðnaðar í VMA, en um komandi jól útskrifast hann sem bæði húsa- og húsgagnasmiður frá VMA. Hann horfir til þess að fara í áframhaldandi tækninám – líklega byggingafræði – enda er sannarlega spurn eftir tæknimenntuðu fólki.

„Ég vildi bara ná mér í meiri kunnáttu en smíðarnar og þess vegna fór ég í grunndeild málmiðnaðar í haust. Það kemur sér mjög vel að hafa grunnþekkingu á því hvernig maður vinnur með járn. Eins og staðan er núna horfi ég til þess að fara út fyrir landsteinana og taka byggingafræði, líklega í Danmörku. Það víkkar út sjóndeildarhringinn að sækja menntun til annarra landa. En áður en ég geri það þarf ég að klára stúdentinn hér,“ sagði Ásgeir, sem er 21 árs gamall.

Kollegi hans í grunndeild málmiðnaðar, Óskar Þór Arnarsson, er 23ja ára Akureyringur. Hann segist vera hæstánægður með námið, kennslan sé persónuleg og góð. Hann lítur á þetta sem góðan undirbúning fyrir vélstjórnarnám í VMA sem hann stefnir eindregið á að fara í haustið 2014. „Þetta er að einhverju leyti í blóðinu. Pabbi er bifvélavirki  og maður hefur lengi brasað ýmislegt í vélum,“ segir Óskar Þór sem auk þess að stunda nám í grunndeild málmiðnaðar er langt kominn með einkaflugmannspróf.  Áður var hann um tíma á náttúrufræðifræði- og félagsfræðabraut VMA og eina önn tók hann líka í rafvirkjun.                    


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.