Fara í efni

Leiklistarnámskeið fyrir nemendur VMA

Leikfélag nemenda í VMA í samvinnu við nemendafélagið Þórdunu mun bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir nemendur skólans í febrúar og mars. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17 -19.30. Umsjón með námskeiðinu og leiðbeinandi verður Bjarni Snæbjörnsson leikari og einn af meðlimum Improv Iceland. Á námskeiðinu veður farið í öll helstu atriði í leiklist þar sem markmiðið er að efla nemendur til framtíðar hvort sem það er tengt leikhúslífi innan skólans eða utan hans. 

Takmarkaður fjöldi verður á námskeiðinu, skráningagjald er 3000 kr. og skráning fer fram í gegnum netfangið petur@vma.is. Síðasti skráningadagur er 9. febrúar.