Fara í efni

Lausar kennslustöður í VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir eftirtaldar kennarastöður lausar til umsóknar:

● Kennari í tæknigreinum: 100% staða. Kröfur til umsækjenda er háskólapróf í verk- eða tæknifræði eða aðra sambærilega háskólamenntun ásamt kennsluréttindum í framhaldsskóla. Kennslugreinar eru stýringar fyrir rafvirkja og vélstjóra, faggreinar málmiðna, teiknigreinar og mögulega eðlisfræði og/eða stærðfræði. 
● Kennari í sálfræði - 75% staða. Kröfur til umsækjenda eru bakkalárpróf í sálfræði ásamt kennsluréttindum í framhaldsskóla. 
● Tvær 80% stöður kennara á starfbraut fyrir nemendur með sérþarfir. Kröfur til umsækjenda er háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt kennsluréttindum í framhaldsskóla. Æskilegt að viðkomandi hafi sérkennsluréttindi.

Hæfnikröfur
Auk háskólamenntunar og kennsluréttinda þarf viðkomandi að búa yfir skipulagshæfileikum, hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, árvekni og þjónustulund ásamt því að geta unnið sjálfstætt og eftir sýn, stefnu og markmiðum VMA. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 og þarf nýtt sakavottorð að fylgja umsókn.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Frekari upplýsingar um umsókn um störfin
Laun samkvæmt gildandi stofnanasamningi KÍ og VMA. 
Umsóknum skal skila til Sigríðar Huldar Jónsdóttur í tölvupósti á netfangið huld@vma.is og er einungis tekið við umsóknum með þeim hætti. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt sakavottorði og afriti af prófskírteinum. Umsækjendur sendi jafnframt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2017. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017.

Nánari upplýsingar veitir skólameistari eða aðstoðarskólameistari í gegnum tölvupóst á netfangið huld@vma.is eða bensi@vma.is 
Sjá einnig upplýsingar um skólann á www.vma.is 
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur fengið ISO-9001 gæðavottun og í skólanum er unnið með opinn hugbúnað. 
Einkunarorð skólans eru fagmennska - fjölbreytni – virðing.

Skólameistari