Fara í efni

Laus námspláss á einstaka brautum í VMA

Frá útskrift VMA í Hofi maí 2023
Frá útskrift VMA í Hofi maí 2023

Nú er innritun fyrir haustönn lokið en þar sem það eru laus námspláss á ákveðnum brautum verður hægt að sækja um nám á þeim brautum. Þeir nemendur sem sækja um skólann eftir að innritun líkur munu ekki fá svör fyrr en í ágúst og sumum umsóknum verður ekki hægt að svara fyrr en í skólabyrjun. 

Það nám sem hægt er að sækja um og eru laus pláss í er: 

Nemendur sem hafa þegar lokið grunndeildum t.d. í húsasmíði, málmiðngreinum (vélstjórn) eða rafiðngreinum geta haft samband og athugað með pláss á þeim brautum. Opið er fyrir umsóknir í ofangreint nám frá fólki á öllum aldri sem uppfylla skilyrði brautanna. 

Innritun í  fjarnám stendur yfir. Í  fjarnámi VMA eru nær allir áfanga skólans til stúdentsprófs og í almennum greinum á starfsnámsbrautum, í boði. 

Farið verður af stað með nám í kvöldskóla byggingagreina. Sjá nánari upplýsingar hér

Það getur verið mismunandi milli brauta og einingafjölda hvaða kostnaður liggur að baki þeim gjöldum sem nemendur greiða en allir nemendur greiða hefbundið innritunargjald og á flestum brautum í starfsnámi er einhver efnisgjöld. Á sumum brautur þurfa nemendur að eiga ákveðinn öryggisbúnað og/eða fatnað.  

Ýmsar upplýsingar til nemenda má lesa hér. 

Fyrirspurnum verður ekki hægt að svara fyrr en að loknu sumarfríi. Skrifstofa skólans opnar þriðjudaginn 8. ágúst, netfang: vma@vma.is