Fara í efni

Kvöldnám í húsasmíði haustönn 2023 - umsóknarfrestur 14. ágúst

Nýútskrifaðir húsasmiðir í maí 2023 Hulda Guðrún, Friðbjörg Anna og Ylfa Rún
Nýútskrifaðir húsasmiðir í maí 2023 Hulda Guðrún, Friðbjörg Anna og Ylfa Rún

 

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á kvöldskólanám í húsasmíði, frá haustönn 2023. Námið tekur fjórar annir. Miðað er við að nemandi hafi náð 23 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu. Æskilegt er að nemendur séu komnir á námssamning eða hafi samningsloforð (vinsamlegast nefnið fyrirtækið í umsókn ef við á).  Einnig er æskilegt að almennum greinum sé lokið (stærðfræði, íslenska og enska) en annars þarf að taka þær í dagskóla, fjarnámi eða símenntunarmiðstöðvum. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna og þær upplýsingar þurfa að fylgja umsókn.

Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Alla jafna er kennt er þrjá daga í viku, mánudaga til miðvikudaga frá kl 17:00-21:00. Kennsla hefst 21. ágúst og stendur í 16 vikur. 100% mætingar er krafist í náminu.

Kennt verður samkvæmt samþykktri námsbraut VMA í húsasmíði og verða bæði verklegar og fagbóklegar námsgreinar kenndar í kvöldskóla og að hluta til í dreifnámi. Námið er verkefnamiðað og farið verður eftir hæfniviðmiðum sem kveðið er á um í ferilbók.

Einingargjald og hefðbundið innritunargjald verður innheimt þegar nemendur fá svar við umsóknum.

Umsóknartengill er hér.

Nánari brautarlýsingu er hægt að nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Anna María Jónsdóttir sviðsstjóri verknáms að loknu sumarleyfi (8.ágúst) anna.m.jonsdottir@vma.is