Fara í efni  

Íslenska lambakjötiđ rauđi ţráđurinn í markađsverkefni

Íslenska lambakjötiđ rauđi ţráđurinn í markađsverkefni
Frá kynningu markađsfrćđinema á Öngulsstöđum.

Íslenska lambakjötiđ var viđfangsefni nemenda í markađsfrćđiáfanga í VMA undir handleiđslu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur. Nemendurnir kynntu í gćr afrakstur vinnu sinnar á Lamb Inn á Öngulsstöđum í Eyjafjarđarsveit, sem var ekki tilviljun ţví verkefniđ unnu ţeir í samvinnu viđ Lamb Inn.

Lamb Inn er ferđaţjónustufyrirtćki sem býđur m.a. upp á gistingu og veitingaţjónustu. Fyrirtćkiđ hefur ávallt lagt mikla áherslu á hráefni úr hérađi og ţá fyrst og fremst íslenska lambakjötiđ, eins og raunar nafn fyrirtćkisins gefur til kynna. Á heimasíđu fyrirtćkisins segir m.a. um veitingastađinn: „Viđ sérhćfum okkur í lambakjöti. Okkar einkennisréttur er hefđbundiđ íslenskt lambalćri, sérvaliđ og verkađ á okkar hátt, eldađ lengur viđ hćgari hita og boriđ fram međ heimalöguđu rauđkáli, grćnum baunum, brúnuđum kartöflum, sósu og heimagerđri rabbarbarasultu, rétt eins og hjá ömmu.“

Á ţessu ári veitti Markađráđ kindakjöts Lamb Inn viđurkenningu – einn tíu veitingastađa sem fékk slíka viđurkenningu – fyrir ađ skara fram úr viđ ađ kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferđamönnum.

Eigendur Lamb Inn hafa óbilandi trú á lambakjötinu og vilja ţví sćkja frekar fram á ţessu sviđi međ ţví mögulega ađ framleiđa nýjar vörur úr lambakjötinu fyrir neytendamarkađ – sem seldar yrđu í verslunum og einnig sem skyndibiti í veitingavögnum. Liđur í ţessum hugrenningum var samstarf eigenda Lamb Inn og nemenda í umrćddum markađsfrćđiáfanga í VMA.

Sem fyrr segir kynntu nemendur afrakstur vinnu sinnar í gćr. Um er ađ rćđa ţađ sem kallađ hefur veriđ á ensku „Pulled Lamb“ eđa „rifiđ lamb“ – ekki ósvipađ og „Pulled Pork“ sem margir kannast viđ.

Eins og vera ber veltu nemendur upp ýmsum leiđum í markađssetningu á bćđi neytendavörunni og skyndibitaréttinum sem hugmyndin er ađ yrđi seldur úr veitingavagni. Međal annars horfđu nemendur til ţess hvernig vćri unnt ađ nálgast yngri neytendur en vitađ er ađ neysla yngra fólks á lambakjöti hefur dregist verulega saman á undanförnum árum.

Nemendur skiptust í tvo hópa og kynntu niđurstöđur sínar af annars vegar markađssetningu á neytendavöru og hins vegar á sölu lambakjötsskyndiréttarins úr söluvagninum.

Auk nemendanna og Sunnu Hlínar fylgdust stađarhaldararnir á Öngulsstöđum, Karl Jónsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, af miklum áhuga međ kynningunum. Ţeir buđu síđan til matarveislu ţar sem auđvitađ var á borđum ljúffengt „Pulled Lamb“.

Hvađ út úr ţessari vinnu síđan kemur verđur tíminn ađ leiđa í ljós. En teningnum hefur í ţađ minnsta veriđ kastađ og ekki kćmi á óvart ađ áđur en langt um liđur heyrđist af nýrri vörulínu fyrir neytendur ţar sem eyfirska lambiđ verđi í ađalhlutverki.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00