Fara í efni  

Kynna sér námsfyrirkomulag á Akureyri

Kynna sér námsfyrirkomulag á Akureyri
Raili Sirgmets (t.v.) og Kristi Parm.

Ţessa viku eru tvćr konur úr stjórnendateymi Rakvere verkmenntaskólans í Eistlandi – Kristi Parm og Raili Sigmets - í heimsókn í VMA til ţess ađ kynna sér námsfyrirkomulag í skólanum og fá nýjar hugmyndir sem ţeir hyggjast nýta sér viđ breytt fyrirkomulag náms í skólanum ţeirra - sem er ríkisskóli - í Rakvere. Hér eru ţćr á fundi međ Sigríđi Huld Jónsdóttur skólameistara VMA.

Rakvere er um 16 ţúsund manna bćr austur af höfuđborginni Tallinn. Samnefndur verkmenntaskóli ţar er rótgróinn – um aldargamall – en hefur tekiđ breytingum á síđustu áratugum og mun breytast enn frekar á nćstu árum. Ţćr Kristi og Raili komu til Akureyrar til ţess ađ kynna sér strauma og stefnur í skólamálum međ ţađ í huga ađ fćra góđar hugmyndir heim í skólann ţeirra í Rakvere, sem í eru á níunda hundrađ nemendur. Auk VMA hafa ţćr í ţessari viku m.a. heimsótt Menntaskólann á Akureyri, Háskólann á Akureyri og Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar.

Grundvallarmunurinn á VMA og Rakvere verkmenntaskólanum í Eistlandi felst í ţví ađ nemendur ţar ytra eiga ekki jafn auđvelt međ ađ velja saman námsáfanga og unnt er ađ gera í VMA. Ţessu segja Kristi og Raili ađ vilji sé til ţess ađ breyta. Raunar hafi fyrirkomulagiđ veriđ á ţá lund ađ sextán ára gamlir ţurfi nemendur meira og minna ađ velja sína námsleiđ og eftir ţađ sé örđugt ađ víkja af ţeirri braut. En ţćr segja ađ til standi ađ gera breytingu á ţessu á haustmisseri ţannig ađ ađ ţví loknu geti nemendur valiđ sína námsleiđ. Ţannig fái nemendur innsýn í ólíkar brautir áđur en til vals ţeirra um framtíđarnám komi. Innsýn í námiđ í VMA og öđrum skólum á Akureyri segja Kristi og Raili ađ styrki ţćr mjög í ţví ađ breytingin á náminu í Rakvere verkmenntaskólanum í haust sé í rétta átt og eitthvađ sem gćti orđiđ nokkuđ almennt í skólakerfinu í Eistlandi.

Athyglisvert er ađ samkvćmt samtölum viđ ţćr stöllur er ţađ nákvćmlega sama upp á teningnum í Eistlandi og hér á landi ađ of fáir nemendur velja ađ fara í verk- og tćkninám – hlutfalliđ ţar í landi er nálćgt 30% en ţyrfti ađ vera mun hćrra til ţess ađ anna eftirspurn á vinnumarkađi. Og ţađ sama á viđ um Eistland og Ísland ađ tvćr af fjölmennustu námsleiđunum á háskólastigi eru lögfrćđi og viđskiptafrćđi – og erfiđlega og nánast útilokađ er fyrir alla ţá sem útskrifast úr ţessum greinum ađ fá vinnu viđ hćfi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00