Fara í efni  

Kom aldrei annađ til greina en listnám

Kom aldrei annađ til greina en listnám
Ragna Margrét (t.v.) og Sigrún Nattída.

Listnáms- og hönnunarbrautin í VMA hefur jafnan veriđ vinsćl og svo er einnig nú. Eins og segir í lýsingu á brautinni hér á heimasíđu skólans er međ námi á ţessari braut „ ... lagđur grunnur ađ listiđkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eđa í skólum á háskólastigi. Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuđlar ađ eflingu sköpunargáfu sem gefur góđan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum sem tengjast manngerđu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi.“

Námi á listnáms- og hönnunarbraut lýkur međ stúdentsprófi. Námstími er 3 – 4 ár og ćtli nemandi ađ ljúka námi á 3 árum ţarf hann ađ ljúka 67 einingum á ári ađ jafnađi.

Námiđ er á tveimur línum – annars vegar myndlistarlínu og hins vegar textíllínu.

Ragna Margrét Sigţórsdóttir og Sigrún Nattída Guđmundsdóttir, báđar frá Akureyri, eru á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar. Ţćr rifja upp ađ í raun hafi ekki komiđ annađ til greina hjá ţeim á sínum tíma ţegar ţćr luku grunnskóla en ađ fara í listnám í VMA. „Ég hef alltaf veriđ ađ teikna og ţví kom einhvern veginn ekkert annađ til greina en ađ fara ţessa leiđ,“ segir Ragna Magrét og bćtir viđ: „Mér finnst gaman ađ búa til karaktera og dýr, t.d. ađ blanda tveimur, ţremur ólíkum dýrum saman í eitt.“

„Ţađ lá beint viđ ađ fara í myndlist ţví ég hef lengi haft áhuga á grafískri vinnslu, tćknibrellum og í ţađ nýtist myndlistargrunnur vel. Ég vonast til ađ geta unniđ á ţessu sviđi í framtíđinni,“ segir Sigrún Nattida.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00