Fara í efni

Kennsla hefst í VMA í dag

Skólastarf veturinn 2017-2018 hefst í VMA í dag.
Skólastarf veturinn 2017-2018 hefst í VMA í dag.

Kennsla í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefst í dag samkvæmt stundaskrá og eru nemendur – jafnt nýnemar sem eldri nemendur - boðnir velkomnir til starfa. Í upphafi haustannar eru 1080 nemendur innritaðir í dagskóla. Til samanburðar voru 1122 nemendur við upphaf haustannar í fyrra. Nýnemarnir eru 203 en voru 224 við upphaf haustannar í fyrra

Síðustu daga hefur verið unnið að gerð stundataflna og var opnað fyrir aðgang að þeim í gær á Innu. Allir nemendur hafa aðgang að sínum stundatöflum þar. Til viðbótar fá nýnemar töflur sínar afhentar útprentaðar í Gryfjunni í dag kl. 08:00 og síðan hitta þeir umsjónarkennara sína kl. 08:30.

Klukkan 09:00 verður efnt til fundar með nýjum og endurinnrituðum nemendum í stofunni M01 og tæpri klukkustund síðar, kl. 09:55, hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá.

Eftir hádegið, kl. 13:00-14:00, boða stjórnendur skólans og námsráðgjafar til kynningarfundar í stofu M01 fyrir foreldra nýnema. Eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn og fá upplýsingar um skólastarfið.

Frá síðasta skólaári hefur VMA innleitt G Suite for Education frá Google fyrir jafnt starfsmenn sem nemendur skólans. Ástæða er til að vekja athygli nemenda á því að kynna sér vel upplýsingar um tölvumál skólans og þessar breytingar. Hér er þessar upplýsingar að finna og sömuleiðis hér.