Fara í efni  

InnoVET fundur í Vilnius

Í byrjun nóvember fóru Hildur Friđriksdóttir og Jóhannes Árnason sem fulltrúar VMA á fund í Vilnius í Litháen. Var fundurinn haldinn í tengslum viđ Erasmus samstarfsverkefniđ InnoVET sem gengur út á tengsl byggđaţróunar og iđnnáms. Ţetta var fimmti fundur verkefnisins en ţátttakendur eiga eftir ađ hittast tvisvar sinnum í viđbót áđur en verkefninu lýkur formlega voriđ 2019.

 

Heimsókninni var ćtlađ ađ kynna samstarfsađilum fyrir ţeim áskorunum sem íbúar í dreifđum byggđum Litháens standa frammi fyrir í atvinnulegu tilliti. Dagskrá heimsóknarinnar var svohljóđandi:

 

  • Darguziai Crafts Centre var heimsótt en ţar tók forstöđukona ţess á móti okkur ásamt embćttismönnum og stjórnmálamönnum af sveitarstjórnarstiginu. Fariđ var yfir ţađ međ hvađa hćtti miđstöđin hefur beitt sér fyrir ţví ađ standa vörđ um svćđisbundna hefđi og siđi og gera búsetu á dreifbýlum svćđum ađlađandi.

  • Viđ heimsóttum einnig bćndabýli sem fólk úr samtökunum Viva-Sol eru međ. Ţau eru međ 60 geitur og framleiđa ađ međaltali 200 lítra af geitamjólk á dag og búa til osta úr allri mjólkinni. Ţau fara svo einu sinni í viku međ osta á bćndamarkađ í Vilnius ţar sem koma saman ýmsir framleiđendur (beint frá býli) sem selja vörur sínar. Viva-Sol samtökin eru einmitt samtök slíkra ađila og fleiri sem er annt um svćđiđ og ţróun ţess

  • Fyrsta daginn fórum viđ einnig á kaffihús/veitingastađ ţar sem líka eru til sölu framleiđsluvörur heimamanna t.d. ostur. Ţar sköpuđust líflegar umrćđur um ţađ hvađ rćđur ţví hvort fólk tekur frumkvćđi og byrjar ađ skapa eitthvađ nýtt sem ţađ getur ţróađ og haft afkomu af.

  • Annan daginn var fariđ í skólann Sodzius Meistrai sem sinnir verklegu námi. Ţar tók á móti okkur Dalia skólameistari en hún er einnig hluti af hópnum sem stendur ađ Viva-Sol samtökunum. Skólinn er bara međ 64 nemendur og ţeir eru yfirleitt í 3 – 4 vikur í skólanum og svo jafnlangan tíma á vinnustöđum.. Bođiđ er uppá nám í húsasmíđi og húsgagnasmíđi, ţakvinnu (roofing), matreiđslu, kökugerđ (konditori) og garđyrkju.

  • Síđar um daginn var fariđ í handverksmiđstöđ í Trakai en ţar fengum viđ kynningu á handverki í Litháen. Ţađ er greinilegt ađ mikiđ er búiđ ađ vinna međ handverkshefđir og skilgreina ţćr en handverk og hefđir á mörgum sviđum lúta reglum um ađ fólk ţarf viđurkenningu ákveđinnar stofnunar til ađ geta kalla sig hefđbunda handverksmenn. Ţađ er greinilegt ađ hefđir eru mikilvćgar međal annars til ađ skapa ţjóđinni sérstöđu og sjálfstćđi.

  • Síđasti dagurinn fór allur í fundahald. Fariđ var yfir módeliđ sem viđ notum til ađ skođa og greina landssćđi og einkenni ţeirra. Einnig var fariđ yfir mörg praktísk atriđi varđandi afganginn af verkefninu en ţví lýkur á fundum á Reunion eyju í Indlandshafi í maí 2019 og í Brussel í júní 2019.

     

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00