Fara í efni

Í minningu Hauks Ágústssonar

Haukur ásamt Adam Óskarssyni árið 2019
Haukur ásamt Adam Óskarssyni árið 2019

Í dag verður Haukur Ágústsson fyrrverandi skóla­stjóri, kenn­ari, prest­ur og kennslustjóri og kennari við VMA, jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 

Haukur var frumkvöðull í skólastarfi þegar hann ásamt Adam Óskarssyni settu á fót fjarkennslu við skólann árið 1994. Hugmyndafræði Hauks um fjarkennslu og fjarnám er enn grunnurinn að fjarkennslu í VMA þótt tæknin og kennslufræðin hafi tekið miklum breytingum á þessum 30 árum sem liðin eru frá því að fjarnámið í VMA hóf göngu sína. Haukur var enskukennari og kennslustjóri Öldungadeildar skólans á sínum tíma ásamt því að hann hélt utan um fjarnám skólans þar til hann lét af störfum árið 2002. 

Starfsfólk og fyrrum samstarfsfólk VMA sendir innilegar samúðarkveðjur til ættingja og ástvina. Minning um stórbrotinn frumkvöðul lifir áfram innan VMA. 

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA. 

Nokkur viðtöl við Hauk og fréttir hafa verið birtar á heimasíðu skólans m.a.; 

Aldarfjórðungur frá upphafi fjarkennslu í VMA (2019).

Þrír áratugir liðnir frá upphafi fjarnáms við VMA (2024)

Fjarkennsla/fjarnám - aðferðir og hugmyndir (frá mars 1999)