Fara í efni  

Á Erasmus styrk í Ansouis

Á Erasmus styrk í Ansouis
Baldur Smári Sćvarsson.

Baldur Smári Sćvarsson, matreiđslunemi, starfađi á liđnu sumri um nokkurra vikna skeiđ á veitingastađ í Suđur-Frakklandi. Hann naut styrks frá Erasmus+ sem greiddi ferđa- og dvalarkostnađinn.

„Ég var í grunndeild matvćlabrautar í VMA veturinn 2015/2016. Ég hafđi lagt frćnda mínum liđ í veisluţjónustu og var farinn ađ elda ađeins heima, ţađ kom einhvern veginn ekkert annađ til greina en ađ fara á matvćlabrautina.  Matvćlagreinarnar vöktu áhuga minn og ţađ kom ýmislegt til greina í ţeim efnum en fljótlega ákvađ ég ađ halda áfram í matreiđslu og fékk samning hjá Icelandair hóteli á Akureyri strax ađ grunnnáminu loknu í maí 2016. Ţar var ég í hálft annađ ár en fór síđan á Icelandair hótel í Mývatnssveit og tók jafnframt annan bekk í matreiđslu í VMA á vorönn 2018. Í kjölfariđ fékk ég vilyrđi um Erasmus styrk til ţess ađ fara út og víkka út sjóndeildarhringinn í matreiđslunni. Ég hafđi eitt ár til ţess ađ nýta mér styrkinn og úr varđ ađ ég fór til Frakklands og vann ţar á veitingastađ í um sex vikur í sumar, frá 4. júní til 16. júlí. Veitingastađurinn er í litlum bć sem heitir Ansouis í Suđur-Frakklandi, ţar sem er m.a. um ţúsund ára gamall kastali. Ţetta er ekki ţekktur ferđamannastađur en Frakkar ţekkja hann og sćkja heim. Mikill meirihluti gesta á veitingastađnum, sem er međ Michelin-stjörnu, eru Frakkar,” segir Baldur Smári.

Hann segir dvölina í Frakklandi hafa veriđ afar skemmtilega og lćrdómsríka og hann er ţakklátur fyrir ađ hafa átt ţess kost ađ fara út og kynnast nýju fólki og nýjum hlutum. „Ég vann ţarna međ allskyns hráefni, t.d. grćnmeti sem ég er ekki vanur ađ vinna međ og allskyns fisk sem viđ höfum ekki hér. Eigandi veitingastađarins lagđi mikla áherslu á ađ hafa allt hráefni ferskt og úr hérađinu.“

Baldur Smári segir ađ Olivier Alemany, sem á veitingastađinn ásamt eiginkonu sinni, Delphine, hafi kvatt sig međ ţeim orđum ađ hann vćri fús til ađ gefa honum góđ međmćli og greiđa götu hans eins og hann gćti ef hann hefđi áhuga á ađ starfa síđar í Frakklandi. „Ég hef mikinn áhuga á ţví ađ fara út nćsta sumar og vinna á veitingastađ og sjá mig frekar um. Vonandi verđur hćgt ađ bjóđa upp á ţriđja bekkinn í matreiđslu í VMA á vorönn, ég mun sćkja um hann. Ef ekki fer ég suđur og tek ţriđja bekkinn ţar. Ég ćtla mér ađ ljúka ţriđa bekknum og sveinsprófinu nćsta vor, ţví ég er nú ţegar búinn međ áskilinn námssamningstíma. Ađ loknum ţriđja bekknum hef ég áhuga á ađ starfa utan landsteinanna tímabundiđ og afla mér reynslu og síđan í framhaldinu ađ ljúka meistararéttindum. Ég er nú ţegar búinn ađ taka nokkra áfanga í meistaranáminu en ég get ekki lokiđ ţví fyrr en ég hef lokiđ sveinsprófi,“ segir Baldur en hann starfar nú á veitingastađnum Sölku á Húsavík og verđur ţar fram ađ áramótum.

Eftir ađ hafa lokiđ grunndeildinni í VMA hélt hann áfram viđbótarnámi til stúdentsprófs, tók áfanga í fjarnámi í VMA og lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík sl. vor.

„Ég held ađ fjölbreytnin í starfinu sé ţađ sem heillar mig. Ţetta býđur upp á ţann möguleika ađ starfa líka erlendis og kynnast einhverju nýju. Ţetta getur auđvitađ veriđ stressandi starf en ef vinnuandinn er góđur og starfsumhverfiđ gott er ţetta mjög skemmtilegt. Ţađ ţarf ađ vera stuđ í vinnunni,“ segir Baldur Smári.

Aftur ađ dvölinni í Frakklandi á liđnu sumri. Baldur Smári segir ađ ţetta hafi veriđ enn meira ćvintýri en hann hafi fyrirfram búist viđ. „Ţetta er auđvitađ Michelin stađur og ţví eru gerđar miklar kröfur til matreiđslunnar og ţess ađ stađurinn líti vel út. Ţarna var ţrifiđ tvisvar sinnum á dag og mér telst til ađ á ţeim sex vikum sem ég dvaldi úti hafi ég skúrađ hundrađ sinnum! En ég gerđi vitaskuld ýmislegt annađ, eins og til dćmis ađ elda. Mest var ég í forréttum og eftirréttum. Á ţessum tíma var hitabylgja og var hitinn flesta daga hátt í fjörutíu stig. Ţađ var vissulega erfitt ađ vinna í ţessum hita. Frakkkarnir eru vanir ţessu en ţetta var eitthvađ alveg nýtt fyrir mig. Á stađnum voru bara Frakkar ađ vinna. Kokkurinn talađi ágćta ensku en ađrir minna. Ég talađi ensku en náđi ekki ađ lćra mikiđ í frönsku,“ segir Baldur Smári. Hér má sjá myndir sem Baldur Smári tók í Ansouis og hér er veitingastađurinn og Baldur međ starfsfólkinu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00