Fara í efni  

Framtíđarkokkarnir glíma viđ gellur og grísalundir

Framtíđarkokkarnir glíma viđ gellur og grísalundir
Önnum kafnir í eldhúsinu.

Ellefu nemendur stunda nú nám í 2. bekk í matreiđslu í VMA. Ţetta er í annađ skipti sem bođiđ er upp á kennslu í öđrum bekk en áđur ţurftu nemendur ađ taka 2. og 3. bekk náms í matreiđslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Theódór Sölvi Haraldsson, matreiđslumeistari á Múlabergi á Hótel KEA og annar tveggja umsjónarmanna međ náminu, segir afar mikilvćgt fyrir veitingageirann á Norđurlandi ađ geta bođiđ upp á námiđ í VMA. Hann bindur vonir viđ ađ unnt verđi áđur en langt um líđur ađ bjóđa einnig upp á 3. bekkinn en í framhaldi af honum geta nemendur fariđ í sveinspróf.

Flestir ellefu nemendanna sem eru nú í 2. bekk í matreiđslu hafa lokiđ grunndeildinni í VMA. Níu ţeirra eru frá Akureyri, einn frá Húsavík og einn úr Mývatnssveit. Skilyrđi til ţess ađ komast í 2. bekk er ađ vera á samningi undir handleiđslu meistara. Sumir eru langt komnir međ samningstíma sinn, ađrir skemur.

Theódór Sölvi og Ari Hallgrímsson skipta kennslunni međ sér. Theódór annast verklega hlutann ađra hverja viku og Ari hina og auk ţess kennir Ari bóklegu fagnámskeiđin. Í verklega hlutanum segir Theódór ađ nemendur séu m.a. ţjálfađir í vinnubrögđum, útliti matarins og ađ sjálfsögđu bragđi sem hefur 50% vćgi ţegar kemur ađ sveinsprófi. Nemendur eru bćđi ţjálfađir í ađ elda heita og kalda rétti, eins og ţeir ţurfa ađ gera á veitingastöđum. Námiđ í 2. bekk í VMA er samrćmt viđ námiđ í Kópavogi og ţví eiga nemendur ađ fá sambćrilega kennslu á báđum stöđum og ţjálfun í ađ elda svipađa rétti.

Ţegar litiđ var viđ í eldhúsinu í VMA í gćr var verkefni dagsins ađ elda tvo heita rétti – forrétt og ađalrétt. Í forrétt voru djúpsteiktar gellur en innbökuđ svínalund í ađalrétt. Međ réttunum var ađ sjálfsögđu boriđ fram međlćti af ýmsum toga og ţar gáfu nemendur hugmyndafluginu lausan tauminn. Útkoman var hin besta og ekki var annađ ađ sjá en ađ matgćđingarnir sem voru kvaddir á stađinn kynnu vel ađ meta.

Nemendur skiluđu kennara og matreiđslumeistara, sem var fenginn til ţess ađ koma utan úr bć og meta réttina, smá lýsingu á sinni útfćrslu. Í ţessu tilfelli var Júlía Skarphéđinsdóttir dómari dagsins ásamt Theódór Sölva kennara. Ari Hallgrímsson kennari segir afar mikilvćgt fyrir ţá sem standa ađ náminu ađ vera í góđum tengslum viđ matreiđslumeistara á svćđinu, enda sé ţađ gagnkvćmur hagur skólans og veitingageirans ađ vel takist til.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00