Fara í efni

Hugleikur fjallar um hugleiki

Hugleikur Dagsson.
Hugleikur Dagsson.

Hugleikur Dagsson verður með þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu í dag, 7. nóvember kl. 17-17.40, sem hann nefnir Hugleikir. Í fyrirlestrinum fjallar hann um 15 ára feril sinn sem sjálfstætt starfandi höfundur myndasagna, leikrita, sjónvarpsþátta og uppistands.

Hugleikur Dagsson brautskráðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir í vetur eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri.

Aðgangur er ókeypis.