Fara í efni  

Háskólakynning í VMA miđvikudaginn 20. mars

Miđvikudaginn 20. mars, verđur efnt til háskólakynningar í VMA. Kynningin fer fram í M-01 kl. 10.30 til 13.00 og er einskonar „mini“-útgáfa af stóra háskóladeginum í Reykjavík 9. mars sl.

Miðvikudaginn 20. mars, verður efnt til háskólakynningar í VMA. Kynningin fer fram í M-01 kl. 10.30 til 13.00 og er einskonar „mini“-útgáfa af stóra háskóladeginum í Reykjavík 9. mars sl.

Að sögn Ásdísar Birgisdóttur, námsráðgjafa í VMA, verða allir háskólar landsins með kynningu á námi sínu – Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Listaháskólinn. Fulltrúar skólanna verða til svara og dreifa kynningarefni um skólana.

Ásdís segir að slík kynning hafi verið í mörg undanfarin ár og gefið mjög góða raun.  „Þessi kynning nýtist mjög vel fyrir þá nemendur sem  útskrifuðust um síðustu jól, sem koma til með að útskrifast í vor og um næstu jól. Og kynningin nýtist einnig  fyrir yngri nemendur, því margir  átta sig betur á því eftir að hafa kynnt sér námsbrautir í háskóla hvar áhugasvið þeirra liggur og geta því ákveðið betur en ella hvaða leið þeir eigi að fara í framhaldsskólanum,“ segir Ásdís og tekur fram að háskólakynningin sé fyrir alla, jafnt nemendur í Verkmenntaskólanum sem aðra áhugasama utan skólans.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00