Fara í efni

Gleðidagur Þórdunu í dag - möffins og kókómjólk í morgunsárið

Þórdunufólk hæstánægt með baksturinn.
Þórdunufólk hæstánægt með baksturinn.
Nemendafélagið Þórduna efnir til gleðidags í dag, miðvikudaginn 17. október, með því að bjóða öllum nemendum upp á heimabökuð möffins og kókómjólk núna í morgunsárið. Fulltrúar Þórdunu verða með bakkelsið við norðurinngang VMA kl. 07:45 til 08:15 í dag og því verða nemendur vel nestaðir í fyrstu kennslustund dagsins. 
Stjórn nemendafélagsins fékk góðfúslegt leyfi Marínu Sigurgeirsdóttur, brautarstjóra matvælabrautar, til þess að nýta eldhús matvælabrautar til baksturs og þar var stjórnarfólk á þriðja tíma í gær, á námsmatsdegi, og bakaði um eitt þúsund möffins. Uppskriftin kom úr smiðju Marínu.