Fara í efni

Fyrsti hópur rafeindavirkja sem lýkur sveinsprófi frá VMA

Nemendur ásamt skólameistara og brautarstjóra.
Nemendur ásamt skólameistara og brautarstjóra.
Í þessari viku þreyttu tíu nemendur í rafeindavirkjun sveinspróf í greininni og er þetta fyrsti hópurinn sem lýkur sveinspróf frá VMA. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari og Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna, segja þetta afar ánægjuleg tímamót í starfi rafiðnaðardeildar skólans.

Í þessari viku þreyttu tíu nemendur í rafeindavirkjun sveinspróf í greininni og er þetta fyrsti hópurinn sem útskrifast með sveinspróf frá VMA. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari og Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna, segja þetta afar ánægjuleg tímamót í starfi rafiðnaðardeildar skólans.

Áður fyrr var fyrirkomulag náms í rafeindavirkjun með þeim hætti að nemendur tóku eitt ár í grunndeild, síðan tók við annað ár í rafeindavirkjun og loks þurftu nemendur að fara suður yfir heiðar og ljúka náminu þar á þremur önnum.

Nú er fyrirkomulag námsins þannig að nemendur taka fyrst fjórar annir í grunndeild rafiðna í VMA og síðan taka þeir þrjár annir í skólanum í rafeindavirkjun. Náminu lýkur síðan með sveinsprófi. Með öðrum orðum; nú geta nemendur lokið rafeindavirkjuninni að fullu í VMA, sem eru ánægjuleg tímamót. Sveinsprófin sem nemendurnir þreyttu á dögunum gilda jafnframt sem skólapróf.

Sveinsprófið var margþætt – bæði skriflegt og munnlegt – og reyndi eins og vera ber á kunnáttu nemenda í því sem þeir hafa tileinkað sér – m.a. að greina rafeindarásir, mynd- og hljóðrásir, tækjasmíði og loftnetsfræði.

Til þess að fá fullgild réttindi sem rafeindavirkjar þurfa nemendur 24 vikna starfsþjálfun undir handleiðslu meistara.

Næsti hópur í rafeindavirkjun verður tekinn inn í VMA haustið 2014.

Á meðfylgjandi mynd eru níu af tíu nemendum sem voru að ljúka sveinsprófi í rafeindavirkjun ásamt Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara og Óskari Inga Sigurðssyni, brautarstjóra rafiðna.