Fara í efni  

Fyrsta útskrift nýsveina í hársnyrtiiđn á Akureyri

Fyrsta útskrift nýsveina í hársnyrtiiđn á Akureyri
Fjórar af fimm nýsveinum í hársnyrtiiđn.

Fimm nýsveinar í hársnyrtiiđn voru formlega útskrifađir sl. laugardag og fór útskriftarathöfnin fram í Ţrúđvangi, húsakynnum matvćlabrautar VMA. Nemendurnir tóku sveinsprófiđ á Akureyri í febrúar sl. en sl. laugardag var komiđ ađ útskrift og er ţetta í fyrsta skipti sem nýsveinar í hársnyrtiiđn fá skírteini sín afhent viđ útskrift á Akureyri. Ţrír nemanna luku á sínum tíma grunnnáminu í VMA en tveir í Hárakademíunni í Reykjavík.

Ívar Sigurharđarson og Helga Hafsteinsdóttir, hársnyrtimeistarar á Akureyri, sem bćđi eru í sveinsprófsnefnd, afhentu nýsveinunum sveinsprófsskírteinin.

Helga Hafsteinsdóttir segir sérlega ánćgjulegt ađ loksins hafi ţađ skref veriđ stigiđ ađ útskrifa nýsveina hér norđan heiđa međ formlegum hćtti og vonandi sé ţetta fyrirkomulag komiđ til ađ vera. Hún segir einnig ánćgjulegt ađ ekki sé lengur sú regla í gildi ađ ákveđinn lágmarksfjölda ţurfi til ţess ađ sveinspróf í hársnyrtiiđn sé haldiđ á Akureyri.

Allar fimm konurnar sem fengu afhent sveinsprófskírteini sín afhent sl. laugardag starfa á hársnyrtistofum á Akureyri.

Fjölskyldur nýsveinanna voru viđ útskriftina sem og hársnyrtimeistarar og kennarar viđ grunnbraut hársnyrtiiđnar í VMA.

Hér eru myndir sem voru teknar viđ ţetta tćkifćri.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00