Fara í efni

Fullveldisins minnst í Gryfjunni

Þjóðlegar í tilefni dagsins.
Þjóðlegar í tilefni dagsins.

Þann 1. desember nk. verður þess minnst að öld verður liðin frá því að Ísland varð fullvalda. Þegar Ísland fékk fullveldi 1. desember árið 1918 var langþráðu marki náð í baráttunni fyrir sjálfstæði, sem Íslendingar síðan fengu að fullu 1944.

Fullveldisins var minnst í Gryfjunni í gær í tali og tónum. Vandræðaskáld mættu á svæðið og gerðu úttekt á landi og þjóð á sinn skemmtilega hátt. Í tilefni dagsins voru nokkrir í Gryfjunni uppáklæddir á þjóðlegan hátt.

Hér eru myndir sem Pétur Guðjónsson tók af þessum viðburði.