Fara í efni

Fjölbreyttar kynningar á lokaverkefnisdaginn

Sjúkraliðanemarnir sem kynntu verkefni sín.
Sjúkraliðanemarnir sem kynntu verkefni sín.

Það má sannarlega segja að kynningar brautskráningarnema á lokaverkefnum sínum sl. föstudag hafi verið fjölbreyttar og skemmtilegar. Kynningar voru á verkefnum vélstjórnarnema, sjúkraliðanema, starfsbrautar- og sérnámsbrautarnema og nemenda á stúdentsprófsbrautum - félags- og hugvísindabraut, fjölgreinabraut, náttúruvísindabraut, íþrótta- og lýðheilsubraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Hér má sjá nánari upplýsingar um verkefnin.

Síðastliðinn laugardag var síðan opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut í Listasafninu á Akureyri.

Hér eru myndir frá kynningum vélstjórnarnema, starfsbrautarnema, nemenda á stúdentsprófsbrautum og sjúkraliðabraut.