Fara í efni

Spurningarmerki í Listasafninu

Spurningarmerki verður opnuð 7. maí kl. 15:00.
Spurningarmerki verður opnuð 7. maí kl. 15:00.

Á morgun, laugardaginn 7. maí, kl. 15-17, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi sýning á lokaverkefnum níu nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Sýningin ber yfirskriftina Spurningarmerki.

Undanfarin átta ár hefur VMA verið í samstarfi við Listasafnið um sýningar á lokaverkefnum brautskráningarnema, í maí og desember ár hvert. Á sýningunum er sýndur skemmtilegur þverskurður af listsköpun nemenda, sem hafa frjálst val um viðfangsefni í lokaverkefnum sínum.

Lokaverkefnin vinna nemendur yfirleitt á lokaönn í náminu og er fyrsta skrefið ítarleg rannsókna- og hugmyndavinna, síðan tekur útfærslan við og í því ferli tekur vinnan oft óvænta stefnu. Lokapunkturinn í þessu ferli er síðan sýningin í Listasafninu og eins og fyrr segir verður hún opnuð á morgun, laugardag, kl. 15. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi við opnunina. Sýningin verður áfram opin daglega kl. 12 til 17 til sunnudagsins 15. maí.

Nemendurnir níu sem eiga verk á sýningunni að þessu sinni hafa allir stundað nám á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar:

Anna Catherine Weand Jónsdóttir
Berglind Anna Erlendsdóttir
Emma Þöll Hilmarsdóttir
Guðbjörg María Ívarsdóttir
Katarzyna Kozlowska
Katrín Nicola P Vilhjálmsdóttir
Kristín Ásmundsdóttir
Linda Elíasdóttir
Sigríður Erla Ómarsdóttir