Flýtilyklar

Fimm VMA-nemar fengu viđurkenningar á nýsveinahátiđinni 2017

Fimm VMA-nemar fengu viđurkenningar á nýsveinahátiđinni 2017
Pálmar, Guđni Th. forseti Íslands og Heiđa Hrönn.

Fimm VMA-nemar fengu viđurkenningar á árlegri nýsveinahátíđ Iđnađarmannafélagsins í Reykjavík sl. laugardag. Allir luku ţeir sveinsprófum í sínum greinum á liđnu ári međ afburđa námsárangri.

Iđnađarmannafélagiđ í Reykjavík hélt sl. laugardag í ellefta skipti svokallađa nýsveinahátíđ í Tjarnarsal Ráđhússins í Reykjavík. Ađ ţessu sinni voru samtals 23 nýsveinar verđlaunađir, ţar af hlutu 13 silfurverđlaun og 10 bronsverđlaun.

Tveir VMA-nemar hlutu silfurverđlaun fyrir múrsmíđi – Ásgeir Helgi Guđmundsson og Sindri Ólafsson. Ţeir voru í náminu í VMA hjá Bjarna Bjarnasyni múrarameistara en tóku báđir samninginn sinn hjá Valdimari Ţórhallssyni múrarameistara hjá Múriđn á Akureyri. Ţar hefur Ásgeir Helgi starfađ í um sex ár en Sindri býr á Siglufirđi.

Ađrir ţrír VMA-nemar fengu bronsverđlaun í sínum iđngreinum. Pálmar Magnússon (sjá međf. mynd) hlaut viđurkenningu fyrir hársnyrtiiđn. Hann tók samninginn sinn hjá Amber á Akureyri og var Heiđa Hrönn Hreiđarsdóttir meistari hans. Frá febrúar á síđasta ári hefur hann starfađ á Rakarastofu Akureyrar, fyrst viđ Tryggvagötu á Akureyri og nú viđ Hafnarstrćti, en í síđasta mánuđi sameinuđu Passion og Rakarastofa Akureyrar krafta sína undir merkjum Rakarastofunnar. Hér er viđtal viđ Pálmar sem var birt hér á heimasíđunni fyrir um tveimur árum. Jón Heiđar Sveinsson tók grunndeild matvćlagreina í VMA en lauk framreiđslunámi sínu Hótel – og matvćlaskólanum – MK. Námssamning sinn tók Jón Heiđar á Rub23 og ţar starfar hann nú sem vaktstjóri. Ţriđji bronsverđlaunahafinn úr VMA er Steinar Karl Ísleifsson fyrir málaraiđn. Hann tók megniđ af skólatíma sínum 2008-2009. Meistari hans var Steinar Rúnar Sigţórsson. Hann starfađi hjá Birni málara á Akureyri en vinnuveitandi hans í dag er MSM ehf. málningarverktaki á Akureyri.


VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00