Fara í efni  

Ný bók eftir Rósu Rut Ţórisdóttur um hvítabirni á Íslandi

Ný bók eftir Rósu Rut Ţórisdóttur um hvítabirni á Íslandi
Rósa Rut Ţórisdóttir međ nýju bókina sína.

Ađ skrifa yfirgripsmikiđ verk um ísbirni var ekki efst í huga Rósu Rutar Ţórisdóttur ţegar hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri áriđ 1993. En eins og oft gerist tekur lífiđ óvćnta stefnu og núna aldarfjórđungi frá ţví ađ skólavistinni í VMA lauk hefur Rósa sent frá sér bókina „Hvítabirnir á Íslandi“. Bókin, sem er í stóru broti og mikil ađ vöxtum, er gefin út af Bókaútgáfunni Hólum og tileinkuđ minningu Ţóris Haraldssonar, föđur Rósu, sem lengi var líffrćđikennari viđ Menntaskólann á Akureyri.

Rósa Rut er fćdd og uppalin á Akureyri ţar sem foreldrar hennar störfuđu um árabil. Sem fyrr segir kenndi Ţórir fađir hennar líffrćđi í MA um árabil og Una Ađalbjörg Sigurliđadóttir móđir hennar starfađi lengi á skrifstofu VMA. Hún býr nú í Kópavogi. Ţórir lést áriđ 2014 á sextugasta og sjöunda aldursári.

Leikari hjá LA í Ćttarmótinu
Rósa Rut rifjar upp ađ hún hafi byrjađ í MA en fćrt sig upp á Eyrarlandsholtiđ í VMA ţađan sem hún lauk  stúdentsprófi af uppeldisbraut áriđ 1993. Á ţessum tíma var ekki ofarlega í huga Rósu ađ fara í háskóla enda segir hún ađ lesblindan hafi gert henni nokkuđ erfitt fyrir í bóknámi. Henni var efst í huga ađ verđa leikkona og fékk heldur betur draum sinn uppfylltan ţegar hún fékk hlutverk í leikritinu Ćttarmótinu eftir Böđvar Guđmundsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í desember 1990. Ţar lék hún međ stórkanónum á borđ viđ Ragnhildi Gísladóttur, Valgeir Skagfjörđ, Björn Inga Hilmarsson, Jón Stefán Kristjánsson, Sunnu Borg og Marinó Ţorsteinsson. Ţrátt fyrir ađ ţetta leiklistarćvintýri komst Rósa ţó ađ ţví ađ leiklistina myndi hún ekki vilja leggja fyrir sig. Hún brá sér til Bretlands í tungumálanám og í framhaldinu vaknađi áhugi á ađ fara í háskólanám, ţrátt fyrir ađ slíkt hefđi hreint ekki veriđ inni í myndinni nokkrum árum áđur.

Í mannfrćđi í HÍ
Hún fletti í gegnum kennsluskrá HÍ og fannst fjömargt áhugavert koma til greina en gat ómögulega gert upp viđ sig hvar hún ćtti ađ bera niđur. Hún lokađi kennsluskránni og hugsađi međ sér ađ hún veldi ţá grein sem hún lenti á ţegar hún opnađi kennsluskrána aftur. Lýsing á lögfrćđi reyndist vera á opnunni ţar sem hún opnađi bókina. Nei, lögfrćđi höfđađi ekki til Rósu. Hún lokađi bókinni aftur og reyndi í annađ skipti, ţá blasti viđ henni lýsing á mannfrćđi. Áhugaverđ grein fannst henni viđ nánari lestur og úr varđ ađ mannfrćđi varđ fyrir valinu í HÍ og Rósa lauk BA-prófinu áriđ 1997. „Ég hafđi ekki hugmynd um hvađ mannfrćđi var og ţví var hún mér algjörlega framandi. En mannfrćđin heillađi mig fljótt og ég hafđi frábćra kennara eins og Gísla Pálsson, Sigríđi Dúnu Kristmundsdóttur og Harald Ólafsson,“ rifjar Rósa Rut upp. Í náminu fór hún m.a. í námsferđir til Grćnlands og Kína og áhuginn á lífinu á norđurslóđum vaknađi fljótt. Í framhaldinu ákvađ Rósa ađ fara til London í meistaranám í mannfrćđi, í svokallađa sjónrćna mannfrćđi, ţar sem áherslan var á vinnslu kvikmyndaefnis sem tengist faginu. Rósa kynntist m.a. áhugaverđum myndum sem Frakkinn Jean Malaurie hafđi tekiđ af lífi fólks á norđurslóđum og heillađist svo af ţeim ađ úr varđ ađ hún fór til Parísar í doktorsnám í mannfrćđi. Fyrsta áriđ lćrđi hún frönskuna, sem hún segist ekki hafa kunnađ stakt orđ í á ţeim tíma, en síđan hellti hún sér í doktorsnámiđ, sem fólst í ţví ađ greina ţessar áhugaverđu myndir Jean Malaurie. Hún lauk doktorsnáminu og starfađi m.a. í eitt ár á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Rósa segist lengi hafa horft til ţess ađ búa á Akureyri en af ţví hafi ţó ekki orđiđ, ţess í stađ búi hún í Brussel í Belgíu međ manni sínum og 5 og 8 ára gömlum sonum ţeirra.

Hvítabirnir á Íslandi frá landnámi til vorra daga
Ţórir heitinn Haraldsson fađir Rósu hafđi í áratugi safnađ miklum fróđleik um ísbirni. Hann hélt fyrirlestra um hvítabirni og skrifađi greinar og horfđi til ţess ađ vinna betur úr ţessu efni ţegar starfsćvinni lyki. Af ţví varđ ekki ţví sem fyrr segir féll Ţórir frá áriđ 2014, 66 ára ađ aldri. Rósa ákvađ ţá ađ fara í gegnum allt ţađ mikla magn heimilda sem fađir hennar hafđi safnađ til ţess ađ mynda sér skođun á ţví hvernig vćri best ađ vinna úr ţeim. Ţađ gerđi hún og ákvađ ađ áherslan í úrvinnslunni yrđi meira út frá mannfrćđinni en líffrćđinni. Ţórir hafđi ekki ađeins safnađ upplýsingum um hvítabirni sem hefđu gengiđ á land á Íslandi heldur einnig hvítabirni sem hefđu komiđ viđ sögu í öđrum löndum og ađ vonum var líffrćđilegi ţátturinn honum ofarlega í huga. Rósa ákvađ ađ leggja áherslu á hvítabirni sem gengiđ hefđu á land hér á Íslandi og skrá ţá sögu eins og heimildir vćru til um frá landnámi og til dagsins í dag. Ţessar viđamiklu og merku frásagnir eru skráđar í tímaröđ í bókinni, auk ýmissa annarra frásagna sem tengjast viđfangsefninu. Myndefni í bókinni er einnig ríkulegt. Eftir ađ hafa fariđ ítarlega í gegnum heimildirnar segist Rósa hafa veriđ í um tvö ár ađ skrifa bókina og síđasta áriđ hefur fariđ í frágangsvinnu og uppsetningu. „Pabbi var međ mér í ţessari vinnu, ég hafđi mynd af honum á borđinu ţegar ég var ađ skrifa,“ segir Rósa sem kom í VMA í gćr og kynnti bókina.

Sátt viđ útkomuna
Eitt af ţeim atriđum sem út af stóđu ţegar Rósa fór ađ skođa heimildasafn föđur síns var nákvćm skráning ţeirra. Afla ţurfti mikilla upplýsinga til ţess ađ fylla upp í götin í heimildaskránni og ţar segist Rósa hafa notiđ ómetanlegrar hjálpar Sigríđur Sigurđardóttur, bókavarđar í VMA. „Sirrý gerđist sérstakur rannsóknafrćđingur fyrir mig og gat grafiđ upp ótrúlegustu upplýsingar fyrir heimildaskráninguna sem ég er henni afar ţakklát fyrir,“ segir Rósa og bćtir viđ ađ eđli málsins samkvćmt hafi henni ekki veriđ unnt ađ vinna allt sem ţurfti ađ vinna viđ samantekt bókarinnar í Brussel, hún hafi nauđsynlega ţurft ađ grúska töluvert hér heima. „Sumariđ 2017 sat ég löngum stundum á Amtsbókasafninu hér á Akureyri og fór í gegnum ótal heimildir,“ segir Rósa og kveđst vera ánćgđ međ útkomuna. „Já, ég er mjög sátt viđ útkomuna og afskaplega glöđ yfir ađ hafa gert ţetta. Ţetta er efni sem snertir marga og er hluti af okkar sögu,“ segir Rósa Rut Ţórisdóttir.

Bókarkynningar í HA og Pennanum
Í hádeginu í dag, kl. 12-13, kynnir Rósa Rut bókina í Borgum í Háskólanum á Akureyri og á morgun, fimmtudag, verđur hún kl. 17-19 í Pennanum-Eymundsson međ kynningu á bókinni og áritar eintök fyrir ţá sem ţess óska.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00