Fara í efni  

Gengu upp ađ Skólavörđu

Gengu upp ađ Skólavörđu
Göngugarpar viđ Skólavörđu í Vađlaheiđi.

Ţessa fyrstu daga september hafa veđurguđirnir fariđ sérlega mildum höndum um okkur međ góđum sumarauka, sem ađ sjálfsögđu er vel ţeginn. Síđastliđinn ţriđjudag, 4. september, gripu kennarar og nemendur í útivistaráfanga gćsina og nýttu góđa veđriđ til ţess ađ ganga upp ađ Skólavörđu í Vađlaheiđi. Fleiri tóku ţátt í gönguferđinni og nutu góđa veđursins og útsýnisins yfir Eyjafjörđ. Ekki ţarf ađ orđlengja ţađ ađ dagurinn var í alla stađi hinn ánćgjulegasti, enda fátt sem gefur meiri kraft og vellíđan en ađ anda ađ sér tćru fjallaloftinu. Anna Berglind Pálmadóttir kennari og Sigríđur Huld Jónsdóttir skólameistari tóku myndir í gönguferđinni sem hér má sjá.

Ţessi útivistaráfangi er kenndur af Önnu Berglindi Pálmsdóttur og Ásdísi Sigurvinsdóttur. Áhersla er lögđ á ađ kynna útivist fyrir nemendum og hvernig hún nýtist viđ líkamsţjálfun. Fjölbreytt útivist er kynnt fyrir nemendum og gerđ grein fyrir ţví hversu góđ forvörn reglubundin hreyfing er.

Fimm slíkar útivistarferđir eru á dagskrá á önninni auk einnar göngu- eđa hjólreiđaferđar sem nemendur velja. Í nćstu viku er t.d. áćtluđ gönguferđ í Fálkafell. Síđan er m.a. gönguferđ um Krossanesborgir eđa ţátttaka í Flensborgarhlaupinu í Hafnarfirđi, sem nemendur úr VMA hafa veriđ duglegir ađ taka ţátt í undanfarin ár.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00