Fara í efni  

137 nemendur brautskráđir frá VMA

137 nemendur brautskráđir frá VMA
Frá brautskráningunni í dag.

Verkmenntaskólanum á Akureyri var slitiđ viđ hátíđlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Ađ ţessu sinni brautskráđust 137 nemendur en heildarfjöldi skírteina var 167 sem helgast af ţví ađ nokkrir nemendur brautskráđust af fleiri en einni braut – sumir tóku viđ ţremur skírteinum.

Sigríđur Huld Jónsdóttir skólameistari greindi frá ýmsu í skólastarfinu á liđnum vetri. Hún sagđi skólastarfiđ hafa almennt gengiđ vel enda vćri mikill mannauđur í skólanum í starfsfólki og nemendum.“Viđ erum nú ađ ljúka öđru ári á stúdentsprófsbrautum skólans samkvćmt nýrri námsskrá og á skólaárinu hafa kennarar og stjórnendur unniđ ađ nýjum námsbrautarlýsingum í iđnnámi en ţeirri vinnu er nú ađ mestu lokiđ. Námsskrárbreytingar í iđn- og starfsnámi hafa reynst flóknari vinna en viđ breytingar á stúdentsprófsbrautunum og allt ferliđ tekiđ lengri tíma. Fleiri hagsmunaađilar koma ţar ađ og ţví miđur hefur undirbúningur og markmiđ ađ breytingum í iđnnámi ekki veriđ eins skýr og ţegar breytingar í námi til stúdentspróf voru kynntar fyrir skólasamfélaginu.

Kennarar og stjórnendur geta veriđ stoltir af ţeirri námsskrárvinnu sem hefur fariđ fram bćđi í iđnnáminu og á stúdentsprófsbrautum skólans - enda horft til okkar vinnu í öđrum skólum. Takmark okkar var alltaf ađ hafa áhrif í námsskrárvinnunni, ekki bíđa bara eftir ţví hvađ hinir gera heldur vera leiđandi og ţađ hefur okkur tekist. Vil ég nota tćkifćriđ og ţakka kennurum og stjórnendum fyrir ţeirra framlag til ađ gera nám nemenda enn betra međ nýjum áherslum og nálgunum.“

Iđn- og tćkninám
Sigríđi Huld varđ tíđrćtt í rćđu sinni um iđn- og tćkninám. „Ţađ er talađ um ţađ á hátíđis- og tyllidögum ađ efla ţurfi iđn- og tćkninám en fáir útskýra frekar hvađ ţađ er og hvađ ţurfi til. Iđn- og tćkninám kallar á meiri tćkjabúnađ en hefđbundiđ bóknám. Framhaldsskólar landsins hafa ţurft ađ spara í rekstri og tćkjakaup engin ár eftir ár. Er svo komiđ ađ sumir skólar hafa dregist  langt aftur úr í tćkjabúnađi sem hefur á endanum áhrif á nám nemenda og áhrif á fćrni ţeirra ţegar ţeir koma út í atvinnulífiđ.

Viđ búum viđ ţađ í VMA ađ eiga gott samtal viđ nćrsamfélag okkar og viđ alltaf lagt okkur fram í ađ ţjóna ţví samfélagi sem skólinn er í. Samskipti viđ fyrirtćki og atvinnulífiđ á svćđinu hefur veriđ afar fćrsćlt og viđ finnum vel fyrir ţeim velvilja og stuđningi sem okkur er sýndur bćđi í orđi og á borđi. Samstarf skólans viđ stéttarfélög, fyrirtćki og iđnmeistara hefur hreinlega veriđ til ţess ađ hćgt ađ er bjóđa upp á ákveđnar námsbrautir viđ skólann og má ţar nefna bifvélavirkjun, múriđn og nám í pípulögnum.

En eitt er ađ bjóđa upp á iđn- og starfsnám en annađ er ađ fá ungt fólk til ađ velja nám í ţessum greinum. Kemur ţar margt til svo sem fordómar gagnvart iđnnámi og ofuráhersla á stúdentspróf. Oftar en ekki eru ţađ fordómar og ţekkingarleysi sem rćđur ţarna för. Hugmyndum um ađ vera góđur á bókina og fara ţá í bóknám og svo ađ vera handlaginn og fara í iđnnám er enn haldiđ á lofti. Eins og ţađ sé einhver hindrun í ţví ađ eiga gott međ ađ lćra á bókina ef hugurinn stefnir í iđnnám. Sá sem er handlaginn getur alveg fariđ í bóknám ef hugurinn stefnir ţangađ. Raunveruleikinn er reyndar orđinn sá ađ iđnnám er orđiđ mikiđ tćkninám sem krefst leikni og fćrni í greinum eins og stćrđfrćđi og ensku.
Ýmsir frćđingar hafa haldiđ ţví fram ađ í dag sé helmingur ţeirra starfa sem grunnskólabörn dagsins í dag fari í í framtíđinni ekki til og megniđ af ţessum störfum verđi til í tćknigreinum. Skólakerfiđ hvorki hér á Íslandi né erlendis er ađ undirbúa ţessa ţróun og eru ţađ viss vonbrigđi í okkar hópi hve lítiđ t.d. iđn- og starfsnám fćr ađ ţróa sig í átt ađ breyttu samfélagi nú ţegar unniđ er ađ breytingum á námsskrám í ţessum greinum.

Í vetur stóđu ţrettán verknámsskólar á landinu fyrir átaki ţar sem áherslan var á kynningu á iđn- og starfsnámi, m.a. var blađiđ 2020 gefiđ út og sent inn á öll heimili barna sem voru í 10. bekk í vetur. Nafn blađsins 2020 vísar í sameiginlegt markmiđ skólanna sem er ađ 20% grunnskólanemenda velji iđn- og starfsnám frá og međ árinu 2020. Viđ í VMA höfum reyndar átt hátt hlutfall nýnema í iđnnámi miđađ viđ marga ađra skóla og er ţađ vel. Á sama tíma og blađiđ kom út var kynning fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á námi í framhaldsskólum á Íslandi. Kynningin var haldin  í Laugardalshöll samhliđa Íslandsmeistaramóti í iđngreinum. Nemendur VMA fjölmenntu á mótiđ og uppskáru fjölda verđlauna, m.a. Íslandsmeistaratitil í sjúkraliđagreinum, kjötiđn, rafeindavirkjun og  hönnun vökvakerfa.

Samhliđa kynningarátaki um iđn- og starfsnám tók VMA ţátt í verkefninu „kvennastarf“ ţar sem áherslan var á ađ fá konur til ađ velja ţađ sem kallast hefđbundin karlastörf, s.s. í byggingagreinum, rafiđn og málmiđngreinum. Átakiđ vakti mikla athygli og hefur vonandi hvatt stelpur sem eru ađ velja sér nám ađ loknum grunnskóla ađ velja sér nám í ţessum greinum. Ţađ er mikiđ talađ um skort á starfsfólki og fagfólki í hinum ýmsu iđngreinum og nú er lag fyrir bćđi skólana og atvinnulífiđ ađ gera námiđ og ţessi störf ađlađandi fyrir konur, taka vel á móti ţeim ţegar ţćr mćta í skólann eđa á vinnustađinn og sleppa takinu á karllćgum hugmyndum sínum um ţessi störf. Fyrst og fremst snýst ţetta allt um viđhorf okkar sjálfra hvort sem viđ erum nemendur, foreldrar, vinnuveitendur eđa kennarar. Svo stelpur hér í salnum - veriđ óhrćddar viđ ađ velja ykkur nám í ţessum greinum - ţađ er ekkert, alls ekkert sem kemur í veg fyrir ţađ ađ stelpa geti veriđ rafvirki, vélstjóri eđa húsasmiđur - ekki frekar en ađ ţađ eigi eitthvađ ađ hindra stráka í ţví ađ velja sér nám og störf í greinum eins og umönnun, kennslu eđa snyrtigreinum sem margir flokka sem starfsgreinar fyrir konur.“

Rjúfum hefđirnar – förum nýjar leiđir
Í vetur hefur VMA tekiđ ţátt í verkefninu „Rjúfum hefđirnar - förum nýjar leiđir“. Verkefniđ er unniđ undir stjórn Jafnréttisstofu og er unniđ í samstarfi viđ Slippinn, Öldrunarheimili Akureyrar, Oddeyrarskóla og leikskólann Lundasel. Sigríđur Huld sagđi ađ í verkefninu vćri lögđ áhersla á ađ rjúfa hefđir sem tilheyri karla- og kvennastörfum. „Verkefniđ hefur gefiđ okkur tćkifćri til ađ t.d. kynna námiđ í háriđn í VMA fyrir strákum á Lundarseli, stelpur í VMA fengu kynningu á störfum í Slippnum og stákar á störfum leikskólakennara. Okkur er öllum hollt ađ setja upp kynjagleraugun - og viđ eigum ekkert ađ vera ađ taka ţau niđur ţegar viđ höldum ađ ţau passi ekki.“   

Félagslífiđ
Sigríđur Huld sagđi kraft hafa veriđ í félagslífinu á liđnum vetri. „Mikill metnađur hefur veriđ í starfi nemendafélagsins í vetur og er uppsetning leikfélagsins á Litlu hryllingsbúđinni líklega sá viđburđur sem stendur upp úr. Sýningin hlaut mikiđ lof og nemendur lögđu mikiđ á sig til ađ gera sýninguna ađ ţví stórvirki sem hún varđ. Viđ sem sáum ţessa sýningu erum afar stolt af nemendum okkar og gaman ađ sjá hvernig nemendur vaxa og njóta sín međ ţátttöku sinni í uppfćrslunni. Og metnađurinn í leikfélaginu heldur áfram og búiđ ađ hvísla ađ mér ađ nćsta haust muni leikfélagiđ setja upp söngleik hér í ţessum sal í Hofi. Já, ţau eru orđin stórtćk í leikfélaginu, fyrir tveimur árum var sýnt í Freyvangi, í vetur í Samkomuhúsinu og nćst er ţađ Hof. Ţetta kallar mađur metnađ. Í mars var sett upp frumsamiđ leikverk eftir Pétur Guđjónsson og Jóhönnu Birnudóttur sem kallast „Mér er fokking drullusama“ og var sýnt í Gryfjunni. Höfundarnir leikstýrđu verkinu en allir ađrir sem komu ađ sýningunni höfđu áđur komiđ viđ sögu í leiklistinni í VMA. Ţessi stutta sýning sem tók innan viđ 20 mínútur tók á málefnum sem oftar en ekki eru tabú í samfélaginu s.s. vanrćkslu, neyslu, ofbeldi og sjálfsvíg - en líka um mikilvćgi trausts og vináttu. Rauđi ţráđurinn var barátta góđs og ills í okkur sjálfum. Sýningin var mjög áhrifamikil og lét engan ósnortinn og eftir hverja sýningu rćddu leikarar og höfundar viđ gesti. Leikverkiđ var m.a. hluti af lífsleiknitímum hjá nýnemum skólans og viđfangsefniđ nýtt áfram í umrćđum nemenda.
Á vorönn var haldin árshátíđ nemenda og ađ vanda var öllu tjaldađ til. Svo miklu ađ veđurguđirnir gátu ekki setiđ á sér og buđu upp á svo öflugar vindvélar ađ ófćrt varđ á milli landshluta og skemmtikraftar komust ekki norđur. Ţađ voru ţví snör handtökin ţegar taka ţurfti niđur sviđ og skreytingar sem búiđ var ađ setja upp í salnum í Síđuskóla - og nokkrum dögum seinna ađ koma öllu upp aftur - og úr varđ frábćr árshátíđ ţar sem nemendur skemmtu sér fram á nótt.
Ađ hafa öflugt og fjölbreytt félagslíf er ekkert sjálfgefiđ og ć erfiđara ađ ná til nemenda ţar sem samkeppnin um tíma ţeirra er mikill. Ţađ er hlutverk okkar sem vinna međ ungu fólki ađ efla ţau á allan hátt og hafa fjölbreyttar leiđir til ađ gefa nemendum tćkifćri til ađ sýna sína styrkleika m.a. í gegnum nemendafélagiđ.
Sem skólameistara finnst mér ţađ forréttindi ađ eiga góđ samskipti og samvinnu viđ nemendafélagiđ ţví ţađ er ekki sjálfgefiđ. Ég vil ţakka viđburđastjóra skólans, Pétri Guđjónssyni, og fráfarandi stjórn Ţórdunu fyrir vel unnin störf og hlakka til nćsta skólaárs međ nýrri stjórn sem ţegar er komin á fullt ađ undirbúa fjöriđ fyrir nćsta ár.“

Erlent samstarf
Sigríđur Huld sagđi erlent samstarf hafa veriđ međ miklum blóma í vetur og ţađ vćri orđiđ fastur liđur í skólastarfinu. Nemendur njóti góđs af ţessum erlendu samstarfsverkefnum, m.a. hafi sjúkraliđanemar fariđ til Danmerkur og Finnlands í starfsţjálfun. Ţá hafi fimm nemendur af málmsmíđabraut fariđ ásamt kennara til Noregs ţar sem nemendurnir voru í nćr tvćr vikur viđ nám í verknámsskóla í Ţrándheimi. Ţá hafi tveir  kokkanemar veriđ í starfsţjálfun á veitingahúsum í Álaborg í ţrjár vikur og fyrir nokkrum dögum hafi nemendur af viđskipta- og hagfrćđibraut komiđ heim frá Litháen ţar sem ţeir hafi tekiđ ţátt í Nord-plus verkefni. „Ţetta er reyndar langt ţví frá ađ vera tćmandi listi yfir ţađ sem viđ erum ađ gera i erlendu samstarfi.  Ţessi tćkifćri fyrir nemendur eru dýrmćt og efla sjálfstćđi og víđsýni ţeirra en er ekki síđur tćkifćri fyrir kennara til starfsţróunar og ađ fá ađ kynnast skólastarfi í öđrum löndum.
Ţau samstarfsverkefni sem skólinn tekur ţátt í eru fjármögnuđ í gegnum styrki, annađ hvort Nord-Plus styrki eđa Evrópusambandsstyrki. Án ţessara styrkja gćtum viđ ekki gefiđ nemendum og kennurum tćkifćri til ađ kynnast námi og störfum í öđrum löndum. 
En viđ erum ekki bara á faraldsfćti. Viđ fáum erlenda gesti til okkar á hverri önn, bćđi nemendur sem koma hingađ til Akureyrar í starfsţjálfun og samstarfsfólk úr verkefnum sem skólinn tekur ţátt í.“

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi
Skólameistari undirstrikađi í rćđu sinni ađ áhersla vćri lögđ á ađ VMA sé góđur skóli fyrir alla nemendur. „Viđ ćtlumst ađ sjálfsögđu til ţess ađ nemendur leggi sig fram en viđ horfum ekki á einkunnir, stétt eđa stöđu ţegar viđ tökum nemendur inn í skólann – viđ viljum geta bođiđ nemendum okkar upp á fjölbreytileika ţví ţađ er ţađ sem bíđur nemenda okkar í framtíđinni. Fjölbreytileikinn er einmitt ţađ sem margir okkar nemenda nefna sem einn af helstu kostum skólans. Sú hćfni sem nemendur okkar fá viđ ađ takast á viđ breytingar og kynnast ólíku fólki sem stefnir í fjölbreyttar áttir er veganesti sem styrkir ţá til framtíđar. Ögrunin er hjá ţeim skólum sem taka viđ öllum nemendum óháđ námsgetu og ţađ er jafn mikilvćgt ađ koma ţeim áfram í framhaldsskólanum sem ţurfa lengri tíma til ađ ná sínum námsmarkmiđum eins og ţeim sem gengur alltaf vel ađ ná ţeim.“

Verđlaun og viđurkenningar

Lóa Ađalheiđur Kristínardóttir – verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Gefandi: Danska sendiráđiđ.
Amelía Ósk Hjálmarsdóttir – verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í faggreinum sjúkraliđa. Gefandi: Sjúkrahúsiđ á Akureyri. 
Logi Rúnar Jónsson – verđlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafrćđi.  Gefnadi: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Karitas Fríđa Bárđardóttir – verđlaun fyrir bestan árangur í hönnunar- og textílgreinum. Gefandi: Kvennasamband Eyjafjarđar.
Fanný María Brynjarsdóttir og Sandra María Walankiewicz – verđlaun fyrir framúrskarandi árangur ífaggreinum myndlistarkjörsviđs listnámsbrautar. Gefandi: Slippfélagiđ.
Kristín Anna Svavarsdóttir – verđlaun fyrir bestan árangur í íslensku og ensku. Gefandi: SBA-Norđurleiđ. 
Máney Nótt Ingibjargardóttir – verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsgreinum úr Minningarsjóđi Alberts Sölva Karlssonar.
Steinar Freyr Hafsteinsson – verđlaun fyrir bestan árangur í húsasmíđi. Gefandi: BYGGIĐN - félag byggingamanna.
Sigurlaug Máney Sćmundsen – verđlaun fyrir bestan árangur í húsgagnasmíđi. Gefandi: BYGGIĐN - félag byggingamanna.
Helga Hermannsdóttir – verđlaun fyrir árangur í faggreinum kjötiđnar. Gefandi: Kjarnafćđi.
Bernharđ Anton Jónsson – verđlaun fyrir bestan árangur í faggreinum vélstjórnar. Gefandi: Norđurorka og Naust Marine.
Vignir Logi Ármannsson – verđlaun fyrir bestan árangur í stálsmíđagreinum. Gefandi: Félag málmiđnađarmanna á Akureyri.
Fanný María Brynjarsdóttir – hvatningarverđlaun VMA. Gefandi: Gámaţjónusta Norđurlands. Verđlaunin eru veitt nemanda sem hefur sýnt miklar framfarir í námi á námstímanum, starfađ ađ félagsmálum nemenda, haft jákvćđ áhrif á skólasamfélagiđ eđa veriđ sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt. „Sú sem hlýtur ţessi verđlaun ađ ţessu sinni er nemandi sem byrjađi nám í VMA fyrir löngu síđan og ćtlađi ţá ađ lćra tćkniteiknun. Eitthvađ leiddist henni ţófiđ á ţessum tíma og hćtti eftir eina önn, hún fór svo smátt og smátt ađ safna sér einingum í gegnum fjarnám skólans og kom ađ lokum inn í nćr fullt nám í dagskóla. Fanný María, stúdent af listnámsbraut, hlýtur verđlaunin fyrir ţor og ţrauteigju međ ţví ađ koma aftur til baka í nám. En jafnframt fyrir ađ stunda námiđ af eljusemi og áhuga og ljúka ţví međ framúrskarandi árangri. Hún er fyrirmynd fyrir fullorđna námsmenn en ekki síđur fyrir yngri samnemendur sína.“
Steinunn María Ţorgeirsdóttir og Elvar Kári Bollason – verđlaun fyrir námsárangur á starfsbraut. Báđir hafa ţessir nemendur veriđ einstaklega jákvćđir og auđgađ mannlífiđ í skólanum. Gefandi: Nýherji.
Lóa Ađalheiđur Kristínardóttir, Máney Nótt Ingibjargardóttir og Valgerđur Ţorsteinsdóttir – blómvendir fyrir framlag til félagslífs í VMA.
Amalía Ósk Hjálmarsdóttir og Helga Hermannsdóttir - blómvendir sem viđurkenningarvottur frá skólanum fyrir Íslandsmeistaratitla í sjúkraliđagreinum og kjötiđn á liđnum vetri.
Hér er mynd af öllum verđlauna- og viđurkenningahöfum.

Brautskráning,, tónlistaratriđi og ávörp
Afhendingu prófskírteina önnuđst Ómar Kristinsson sviđsstjóri stúdentsprófsbrauta, Harpa Jörundardóttir sviđsstjóri starfsbrautar og brautabrúar og Baldvin Ringsted sviđsstjóri verk- og fjarnáms.

Viđ brautskráninguna í dag söng Sindri Snćr Konráđsson „Ég er kominn heim“ viđ undirleik Péturs Guđjónssonar á píanó og Hauks Sindra Karlssonar á gítar og Valgerđur Ţorsteinsdóttir nýstúdent söng lag Megasar, „Tvćr stjörnur“ viđ undirleik Péturs Guđjónssonar á píanó.

Gunnar Pálmi Hannesson flutti ávarp brautskráningarnema og Hilmar Friđjónsson flutti ávarp fyrir hönd ţrjátíu ára brautskráningarnema skólans.

Brautskráningarnemar ávarpađir
Í lok rćđu sinnar ávarpađi Sigríđur Huld skólameistari brautskráningarnemana: „Veriđ stolt af árangri ykkar og horfiđ björtum augum til framtíđar. Veriđ trú landi ykkar og uppruna og fariđ vel međ tungumáliđ okkar. Beriđ virđingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum og ţví samferđarfólki sem verđur á vegi ykkar í framtíđinni. Fyrst og fremst beriđ virđingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og ţeim verkefnum sem ţiđ takiđ ađ ykkur í framtíđinni. Ég vona ađ ţiđ eigiđ góđar minningar frá tíma ykkar hér í VMA. Á ţessum svokölluđum framhaldsskólaárum kynnumst viđ oft og tíđum okkar bestu vinum sem viđ eigum ćvilangt - ţótt leiđir skilji á vissan hátt nú viđ brautskráningu. Viđhaldiđ vináttunni. Til hamingju!“


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00